Hvað er að gerast:

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

forlögin

það eru forlögin sem réðu því að ég fer ekki fyr en 6. sept nk. út til Köben (svo dagsetningin komi enn einu sinni fram ;) annars væri ég blautur núna því það á að rigna í dk alveg þartil ég kem, þá kemur gott veður.
- það sem meira er, hugsanlega hefði Haraldi Steinþórsyni, en ekki Haraldi Sigurðssyni verið hent fyrir lest, á Norðurportsstöðinni fyrir 5 dögum síðan, hefði ég farið fyrr út. það hefði ekki verið gaman!
vinsamlegast muna: ég er ekki hálfþrítugi útigangsmaðurinn Halli í Kaupmannahöfn, heldur hálfþrítugi laganeminn og gleðipinninn Halli í Kaupmannahöfn.

mun ég dveljast að Holsteinsgötu og mæta reglulega í tíma á Fiolstræti, í svokallað Metroanneks.
þeir sem vilja koma í heimsókn eru beðnir um að vera í bandi, þeim sem vilja minnast mín er bent á að kaupa sér Holste(i)n bjór.

þeim sem vilja hafa samband við hinn Hallann er bent á að hann hengur mikið á lestarstöðvum í miðbæ Köben.

Engin ummæli: