Hvað er að gerast:

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

hversu mikil kynvilla er í þér?

"Þetta var 1.500 manna úrtak, þar sem 7% töldu sig haldna kynvillu. Það að mínu mati er innan eðlilegra skekkjumarka sem er í hverjum og einum manni." - Árni Johnsen (leturbr. HS).
vil benda á skemmtilega síðu sem ég, Hrannar og ... eeehh .. þriðji maðurinn bjuggum til í prófaglensi í tölvustofu Lögbergs fyrir 2 árum síðan: ummæli á alþingi.

annars eru ein athyglisverðustu lög sem Alþingi hefur samþykkt án efa lög um heimild til að veita Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni stýrimannaskírteini nr. 51/1961. þannig var víst mál með vexti að Guðjón sem er samstarfsmaður minn hér í Kópavoginum og fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans hafði verið í danska hernum og starfað á herskipi. þegar heim var komið stóðu hagsmunaaðilar í vegi fyrir því að menntun hans yrði metin til jafns við íslenska menntun, og því þurfti að grípa til þess að setja um hann sérlög. geri aðrir betur.

í öðrum fréttum: er að hugsa um að senda Magnúsi Latabæ Scheving bréf og leggja til að þessi maður verði fengin í hlutverk illmennisins í Lazy town. hann er feitur og ríkur og mikið illmenni, a.m.k. útlitslega séð.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu enn þá bitur útaf kokkteilnum...?

Halli sagði...

maðurinn er einfaldlega miklu illmennalegri heldur en Glanni Glæpur.

en það er rétt Tóti, hann hefur gerst sekur um illvirki ... hefur reynsluna!

Halli sagði...

[illmannlegri]


... svo er hann svo líkur þarna leikaranum sem leikur alltaf svona gísli eiríkur helgi glæpamenn - man einhver hvað hann heitir? belucio eða álíka