fólk er fyndið.
:::: Ónefndur H vinur minn sendi mér dagskrá taliban TV um daginn,
sjá hér.
:::: fékk þennan klassíska brandara í tp. frá snillingum hér í vinnunni:
"Lífsgæðakapphlaupið"
[Reykvíkingur er að tala við sjómann (fiskimann)]
Hvað gerir þú við tímann? Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum.
Ég get gefið þér góð ráð, sagði Reykvíkingurinn. Ég er ráðgjafi með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hér heldur getur flutt suður.
Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn.
Svona 20-25 ár.
En hvað svo? spurði fiskimaðurinn.
Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með marga milljarða.
Já, sagði fiskimaðurinn, en hvað svo?
Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum!!!
::: H.B félagi minn sendi mér þennan link. útdráttur (varúð, smá lögfræðihúmor):
kostnaðarsamasta kommusetning í sögu Kanada - fyrirtækið á í hættu að tapa milljörðum vegna riftun samnings sem ekki ætlunin að heimila þegar hann var saminn:
"The controversial comma sent lawyers and telecommunications regulators scrambling for their English textbooks in a bitter 18-month dispute.."
hr. R. hélt að samningurinn væri meitlaður í stein til 5 ára, en lögfræðingar A Inc. voru ósammála:
"Armed with the rules of grammar and punctuation, Aliant disagreed. The construction of a single sentence in the 14-page contract allowed the entire deal to be scrapped with only one-year's notice, the company argued."
Á bls. 7 í samningnum stóð: The agreement “shall continue in force for a period of five years from the date it is made, and thereafter for successive five year terms, unless and until terminated by one year prior notice in writing by either party.”
...
"The validity of the contract and the millions of dollars at stake all came down to one point — the second comma in the sentence."
... ... ...