ástandið gæti verið verra
skv. þessari töflu (smella til að stækka) erum við ekkert svo langt frá Noregi og erum að upplifa minni lækkun en Maltverjar á blessuðum húsnæðismarkaðnum.
ungur maður frá Eistlandi sagði mér á dögunum að uppsveiflan þar hefði verið álíka og hér - ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og þeir kreppulega séð.
ég sakna Danmerkur af listanum, baunverjar slepptu sér algerlega í lánum og húsbyggingum og hafa goldið það dýru verði.
nýjustu fréttir þaðan eru að mörg hús í uppahverfunum sem byggð voru upp m.a. á Íslandsbryggju og á Amerikaplads (skuggahverfi skástrik bryggjuhverfið í Garðabæ) séu nú til sölu með verðvernd - ef fasteignaverð lækkar enn meira eftir að maður skrifar undir kaupsamning, lækkar kaupverðið afturvirkt.
mér finnst það bara soldið sniðugt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli