Hvað er að gerast:

mánudagur, september 22, 2008

í eigin þarm

skrípamynd dagsins á jp.dk minnti mig á þessa ljóðrænu ræðu pulsugerðarmannsins í bíómyndinni Grænu slátrararnir sem sýnd var á stöð 1 um daginn:

Pulsur hafa alltaf heillað mig! Það má næstum segja að það sé eitthvað goðsagnakennt við að drepa dýr og svívirða það svo með því að stinga því upp í sinn eigin þarm strax á eftir. Geturðu ímyndað þér nokkuð meira auðmýkjandi en að vera troðið upp í rassgatið á sjálfum þér?
stundum er maður í skapi fyrir dökkan húmor ...

2 ummæli:

Unknown sagði...

Já, já einmitt. Þetta er ástæðan fyrir að við Árni kaupum bara Kosher pulsur hér í USA (líka bestar á bragðið). Það er sko pottþétt ekki leyft að borða rassa í Kosher reglunum.

Halli sagði...

jesús, ég hafði ekki áttað mig á þessu... mjög skarplega hugsað hjá ykkur.

það eru þá væntanlega ekki svínapylsur eða hvað?