Hvað er að gerast:

mánudagur, september 08, 2008

erfðafræðilegt Evrópukort

áhugaverð þessi rannsókn sem gerð var á 2500 Evrópubúum í 23 löndum. 


það vissu allir að Finnar væru sér á báti, og ekki kom mikið á óvart að Ítalir hefðu þróast í allt aðra átt en restin af Evrópu, en þarna er komin staðfesting á því að Svíar séu hreinlega ekki svo skyldir Skandinövum (Norðmönnum og Dönum):
samkvæmt internetinu benda erfðafræðirannsóknir til þess að "63% íslenskra landnámskvenna hafi verið af keltnesku bergi brotnar og átt ættir að rekja til Bretlandseyja. Hins vegar hafi aðeins um 37% þeirra verið af norrænum uppruna. Rannsóknir á y-litningum karla, (sem erfast í karllegg) leiða hins vegar í ljós að mikill meirihluti landnámskarla sé af norrænum uppruna eða um 80%, en 20% þeirra eigi rætur að rekja til Bretlandseyja."

Engin ummæli: