hrákaldur veruleikinn í formi nýstúdents
ónefndur vinur minn og jafnaldri var staddur á Prikinu núna um helgina. eitt sinn er hann stóð í röðinni á klósettið óskaði hann stúlku með stúdentshúfu til hamingju með árangurinn, minnugur gleðinni sem umlék útskriftardaginn okkar vorið 2002.
"ert þú ekki full gamall til þess að vera hérna inni?" svaraði hún.
hann brosti bara að því, en félögum hans þykja þetta stórar fréttir, þar á meðal mér.
ég er semsagt kominn á þann aldur...
2 ummæli:
Já, það verður ekkert smá erfitt að venjast þessu! Púffí. Líka skrýtið að þurfa að reikna til að finna út hvað maður er gamall....svo tók ég eftir 3 hrukkum í speglinum um daginn, vúff!
Sérstaklega er leiðinlegt þegar manni finnst maður vera á ákveðnum aldri en er síðan minntur á það að skv. Þjóðskrá, gráum hárum eða hrukkufjölda er maður mun eldri...
Skrifa ummæli