4.000 manns á 6 mánuðum
mikið rosalega er bankafólkið farið að mæta vel í ræktina eftir að lægðin byrjaði.
World Class hefur sagt frá því að nú, 15. maí, séu 18.900 manns í áskrift hjá þeim, en þeir voru 17.900 í febrúar og 15.000 í desember 2007.
þetta er 4.000 manna aukning á 6 mánuðum, frá í desember í fyrra, en þá voru 3 litlar og ein millistór stöð opnaðar.
í nóvember 2006 (árið sem Laugar opnuðu) voru korthafar um 13.000 og þeim fjölgaði því um 2.000 á einu ári, til loka ársins 2007.
til samanburðar eru um 60.000 manns iðkendur í alþjóðlegu WorldClass keðjunni, sem er staðsett í 10 löndum (Ísland ekki inni í þeirri keðju).
í febrúar sl. var ráðgert að opna bráðlega stöðvar í nýja miðbænum í Garðabæ og í Vesturbæjarlauginni ... þetta bara blæs út.
fyrir stuttu heimsótti ég fyrstu stöðina, í Spönginni Grafarvogi, og er þá búinn að sjá allt. sú stöð er frekar stór, með ágætis potti, en það mætti fjölga pottum og installa sundlaug. tækin eru af 1. kynslóð og varla að maður kunni á þau.
nú vantar bara að þeir opni í stærsta hverfi landsins, Breiðholti, og kannski eina stöð utan höfuðborgarsvæðisins.
... nema hið ótrúlega gerist og einhverjir aðrir aðilar sjá sér leik á borði á þessum markaði ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli