Bjarkalundur
sunnudagsbíltúrnum var að þessu sinni heitið til Bjarkalundar (sbr. fjallabjarkirnar sem vaxa þar í kring, ekki Bjarki Skallagrímsson eða Björk Guðmunds), sem Dagvaktin er að gera að næstu Laugavegs-Shellstöð.
frábær vinur var sóttur þar heim og farið í lítinn bíltúr.
hótelið lítur ágætlega út, en það er frá 1947 eins og flest annað í Reykhólasveit (að frátöldum fjöllunum og Grettislaug).
helstu merkisstaðir í næsta nágrenni eru Geirvörtufjöll (Vaðalfjöll), Þörungaverksmiðjan (og leka heitavatnsleiðslan sem liggur að henni) og Grettislaug (sterka), fyrir utan Bjarkirnar auðvitað.
annars er Reykhólaþorpið álíka spennandi og Búðardalur, varla þess virði að stoppa nema maður þurfi að nota klósettaðstöðu - þetta er kyrrðarstaður, staður til að slaka á.
ferðalagið er um 200 km frá höbbósvæðinu, yfir Bröttubrekku, gegnum Sælingsdal og yfir Steingrímsfjörð, en þegar reiknað er með 2x Hvalfjarðarveggjaldi borgar það sig ekki að fara þangað á mjög eyðslusömum bíl, a.m.k. ekki ef um dagsferð er að ræða.
maður sér ekki beinlínis fyrir sér að fara þangað aftur í náinni framtíð, nema ef vera skyldi að aka framhjá á leið eitthvert lengra (miklu lengra, það er talsvert langt í næsta eitthvað, með miklu af engu á milli), nokkurs konar búinn þar - gert það, þart til maður er orðinn gamall.
myndir:
1) björk, birki, rifhrís (birch) af ust.is,
2) Grein úr Á ferð um Strandir og Reykhólasveit - upplýsingariti frá 2008,
3 og 4) Hótel Bjarkalundur,
5) Grettislaug á Reykhólum,
6) Reykhólar í Reykhólasveit,
7) Geirvörtufjöll,
8) þörungaskip,
9) sama og 2.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli