Hvað er að gerast:

    miðvikudagur, febrúar 20, 2008

    sólbaðsstofa - sprengihætta


    ég var að sjá frétt um að sólbaðsstofa á Austurbrú, við Parken og ekki langt frá íbúðinni sem maður leigði á sokkabandsárum sínum í Köben (kort með frétt Jótlandspóstsins) hafi verið sprengd í loft upp rétt í þessu.

    eins og einn segir í ummælum við fréttina:

    Det er muhammedtegningernes, politivoldens, Foghs, PETs DFs, afklædte damers og samfundets skyld - det hele!


    myndir af jp.dk, avisen.dk og berlingske.dk

    Engin ummæli: