Hvað er að gerast:

föstudagur, febrúar 29, 2008

jörðin mun farast




í gær ætluðum við félagarnir að hringja á pezzu og höfðum afráðið að hringja í Pezzuhöllina - númerið hjá fyrirtækinu hafði eitthvað skolast til og enduðum við á að hringja í 5 626262.

nema hvað, þar svaraði símsvari sem endurtók í sífellu töluna "74" á ensku, seventífor, seventífor, seventífor.

ég var auðvitað viss um að þetta væri einhverskonar leynileg niðurtalning og hringdi því aftur í dag til að athuga hvort símsvarin myndi segja "73".

"UNICEF, góðan daginn" sagði vinaleg kona þegar ég hringdi rétt í þessu - ansi er það gott cover fyrir dómsdagssamtök.

---

þessi sami félagi er með stærðarinnar áblástur á munni, ojojoj, og fylgdi ég honum í apótek til þess að kaupa Zovir.

miðað við að tveggja gramma pakkning kosti rúmar 1200 krónur, reiknast mér til að kílóverðið sé um 600.000 kr.

sama pakkning kostar rúmar 50 danskar krónur, eða um 670 íkr. ... það er alveg ljóst hverju ég ætla að birgja mig upp af næst þegar ég fer til útlanda.

innflutningur fíkniefna er líka voðalega 2004 eitthvað, nú er komið að samhliða innflutningi okurlyfja til að kenna lyfjafyrirtækjunum smá samkeppnislexíu!

Engin ummæli: