Hvað er að gerast:

föstudagur, febrúar 01, 2008

kominn í herinn


í morgun, á svæðinu milli svefns og vöku (þar sem eðlilegir hlutir gerast mjög sjaldan) heyrði ég að kallað var "komdu á fætur Halli, komdu á fætur".

einhvern vegin tengdi ég það beint við draumfarir næturinnar og dró þá ályktun að við værum á leiðinni að skrá okkur í herinn, líklega þann norska.

ég fékk mikla bakþanka um skráninguna, ég var svo þreyttur á þessum laugardegi (sem ég hélt að væri runninn upp), það ætti ekki við mig að stunda vetrarhernað (ég sá mig fyrir mér upp á hálendi á skíðum með riffil í hönd) og það væri ekkert sjálfgefið að við færum að sinna herþjónustu fyrir Noreg.

það tók mig nokkrar mínútur að átta mig á því að eini hernaðurinn sem ég væri að fara að stunda í bráð væri upp á skrifstofu á inniskóm með tölvumús í hönd.

1 ummæli:

Lesstofudvergurinn sagði...

Skrifstofuhernaður getur verið alveg jafn effektívur og raunverulegur hernaður... músin er gott vopn. Ef maður beitir henni rétt: Amazon.com/shoping-basket/The-American-Dream-for-Dummies ... press: buy now.