rss-fæði fyrir Vísindavefinn
með hjálp síðunnar [feedity].com hef ég búið till rss-feed, eða rss fætur, fyrir Vísindavefinn.
fóðrunin er http://feedity.com/rss.aspx/visindavefur-is/VlVQVVI fyrir þá sem vilja.
ég bjó mér líka til rss-dælur fyrir stjornartidindi.is, rettarheimild.is, haestirettur.is[*] og domsmalaraduneyti.is - með æði misjöfnum árangri, en gafst upp á að reyna að gera mötun fyrir domstolar.is.
[* umsjónarmenn Hæstaréttarvefsins tóku svo upp á því að vera með massíf leiðindi]
þær eru allmargar síðurnar sem gera mann kleift að gera heimatilbúið RSS úr stöðnuðum vefsíðum, en sumar þeirra gera reyndar ráð fyrir að maður sé mellufær í tölvumáli.
þetta er klárlega næsta skrefið í rafrænni stjórnsýslu, að gera fólki kleyft að fylgjast með breytingum á 'kerfinu' um leið og þær verða.
það er erfitt að vera frumkvöðull.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli