Hvað er að gerast:

mánudagur, ágúst 27, 2007

aleinn í Ammassalik

ég sá sæng mína útbreidda þegar ég komst að því 5 mín. fyrir brottför til Kúlusúk að myndavélin væri nánast batteríslaus. af þeim sökum þurfti ég að hafa mig allan fram við að festa það sem fyrir augu bar í minni mér.

hæglátt ævintýri, viðbúin undraveröld, kúlúsúkk-ljóðin:1.
Ísjakar eru fallegar skepnur,
Ítalir eru það ekki.
T.d. ekki jafn fagurgrænir
undir sjávarmáli.

Eins og uppstoppaðir svanir,
í ýmsum myndum.
Munaðarlausir,
þó saman í borg.2.
Hefur þetta fólk aldrei heyrt um tré?


3.
Coffee from Kúlúsúk!
Nokkuð um bitmý.
No ice, global warming you know!
4.
Austur-Grænlendingar
eru gerðir úr
líkama, nafni og sál
í kirkjugarðinum er hvorki nafn né sálu að finna.


5. Ísbjörninn sem hangir á Kulusuk-flugvelli.
Það var eitt sinn ísbjörn
sem vildi fljúga til Reykjavíkur.
Þar sem hann hangir á flugvellinum
sér hann eftir því að hafa ekki farið sjóleiðina.
6.
Kirkjan í Kulusuk
er byggð af dönskum skipbrotsmönnum
skartar gluggum frá finnskri listakonu
og boðar trú þeirra
sem vildu banna inúítum að dansa trumbudans.

Engin ummæli: