Hvað er að gerast:

föstudagur, ágúst 31, 2007

Barbie jíhad

þetta er of fyndið.
hvenær ætli við fáum að sjá berbrjósta frumbyggja barbí?

frá Helvíti

í gær horfði ég á þáttinn á RÚV um reikistjörnurnar, Venus var til umfjöllunnar.

"eru ekki konur frá Venus?" sagði ég upphátt í byrjun þáttarins, og svaraði þulurinn því til að Venus væri "helvíti".

gott og vel, eftir þáttinn skipti ég yfir á hina sjónvarpsstöðina - þar var verið að auglýsa eitthvert slúðurtímaritið, með mynd af Einari skímógæja.
"Einar Ágúst - fór til helvítis og til baka, kvennafangelsið" sagði kynnirinn.
***
öllu ófyndndari er þessi rannsókn, um væntingar kynjanna til launagreiðslna eftir skóla:

Studerendes forventninger til den første løn


Alle studerende

Mandlige

Kvindelige

Gns. Lønforventning 2007

25.800 kr.

27.700 kr.

24.600 kr.

Gns. Lønforventning 2006

25.300 kr.

26.800 kr.

24.600 kr.


íkr. 322.000.- og 286.000.-

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

allar sérstakar

auðvitað eru allar konur sértakar, á sumar er þó skemmtilegra að horfa en aðrar.

svona eins og allar pitsur eru sérstakar, en bestar eru þær þó sjóðheitar og bragðmiklar.

eins eru allar bækur einstakar en sumar leggur maður frá sér jafnskjótt og maður byrjar á þeim.

deep thoughts by men while fishing

föstudagsbrandarinn í vinnunni:

Two men are out ice fishing at their favourite fishing hole, just fishing quietly
and drinking beer.

Almost silently, so as not to scare the fish, Bob says, "I think I'm going
to divorce my wife - she hasn't spoken to me in over 2 months."

Earl continues slowly sipping his beer, then thoughtfully says, "You better
think it over - women like that are hard to find."

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

almenningsklósett



þetta er að ég held með betri skýrslum sem ég hef kynnt mér - 42 bls. takk fyrir og fullt af myndum.persónulega finnst mér vanta bara pissuskýli, þar sem menn geta vaðið inn, sprænt og farið út - ekkert vesen með að bíða í röð, taka á ógeðslegum hurðahúnum og læsingum og engin innilokunarkennd.
renna, pissa bless!

sá svoleiðis í Ghent í Belgíu í fyrra, í miðjum miðbænum, sett upp til þess að rónarnir pissuðu ekki á sig eða samborgarana.


undirskilið

fallegt orð, undirskilið.

sem þýðing á því skemmtilega orði implicit.

í Hugtakasafninu er orðið þýtt óbeint, það hefur væntanlega aðeins komið til kasta Þýðingarmiðstöðvarinnar í þeim skilningi.


do you understand? -> undirskilur þú?
eða
there is something implicit here -> hér er eitthvað undirskilið

uppáhaldið mitt verður þó alltaf að breyttum breytanda sbr. mutatis mutandis.


annars lenti ég í vandræðum í gær með lýsi sem gert er úr hvölum - á endanum varð orðið hvallýsi fyrir valinu.

mánudagur, ágúst 27, 2007

aleinn í Ammassalik

ég sá sæng mína útbreidda þegar ég komst að því 5 mín. fyrir brottför til Kúlusúk að myndavélin væri nánast batteríslaus. af þeim sökum þurfti ég að hafa mig allan fram við að festa það sem fyrir augu bar í minni mér.

hæglátt ævintýri, viðbúin undraveröld, kúlúsúkk-ljóðin:1.
Ísjakar eru fallegar skepnur,
Ítalir eru það ekki.
T.d. ekki jafn fagurgrænir
undir sjávarmáli.

Eins og uppstoppaðir svanir,
í ýmsum myndum.
Munaðarlausir,
þó saman í borg.2.
Hefur þetta fólk aldrei heyrt um tré?


3.
Coffee from Kúlúsúk!
Nokkuð um bitmý.
No ice, global warming you know!
4.
Austur-Grænlendingar
eru gerðir úr
líkama, nafni og sál
í kirkjugarðinum er hvorki nafn né sálu að finna.


5. Ísbjörninn sem hangir á Kulusuk-flugvelli.
Það var eitt sinn ísbjörn
sem vildi fljúga til Reykjavíkur.
Þar sem hann hangir á flugvellinum
sér hann eftir því að hafa ekki farið sjóleiðina.
6.
Kirkjan í Kulusuk
er byggð af dönskum skipbrotsmönnum
skartar gluggum frá finnskri listakonu
og boðar trú þeirra
sem vildu banna inúítum að dansa trumbudans.

föstudagur, ágúst 24, 2007

þar sem Kúlusúkk er framleitt

á morgun ef guð og veður lofa og ég missi ekki af flugvélinni:

Flug, Reykjavík - Kulusuk - Reykjavík
Dagsferð í Kulusuk með leiðsögumanni,
Dans og Kayak sýning ef veður leyfir
Létt hressing um borð í vélinni

... að ógleymdri fríhöfninni, þar verður dansað.

ferðin er í boði móður minnar sem komst yfir gjafabréf fyrir einn í svona dagsferð, sem annars kostar kr. 40,560.-

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

I got balls - happy balls

já, það er furðulega róandi að handleika kúlurnar sínar.




ég átti þessar bláu, en ein þeirra datt og krómið brotnaði af stressi. nú er ég með grænar kvenkúlur í láni frá kærustunni.

samkvæmt e-i heimasíðu eru þær kallaðar ealth balls [earth?], Chinese therapy balls, Chinese stress balls, meditation balls, iron balls, og musical balls, en í leiðbeiningunum með mínum eru þær kallaðar happy balls. hljómar eins og eitthvað tengt kynlífi.

þetta er svona "óhefðbundið" kínverskt, hlýtur að vera sniðugt.

By means of the Jingluo, the ten fingers are connected with the cranial nerve and vital organs of the human body including heart, liver, spleen, lungs, kidneys, gallbladder, stomach and intestines. By stimulating these points with the Baoding balls, each meridian is stimulated which in turn can create better circulation of vital energy and blood within the body.

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

einn klassískur frá 2003

kannski Egill Helgason?
þetta var altént á þeim árum er hann drakk bjór í stykkjatali og angraði okkur hin á Austurvelli.

Egill hélt eflaust þá eins og nú að miðbærinn væri upphaf og endir alls og að þeir og það sem hann skildi ekki væri bara afbrigðilegt. Íslendingar væru einstakur hópur, sem kynni ekki að drekka eða gera neitt, og hann væri einn þeira. hann er það ekki lengur heldur hangir á hóteli innanum hina plebbana London og heldur að hann sé sérstakur.

gaman væri að vita hvort barnið, sem nú er 12 ára, gangi enn um án þess að vita deili á líffræðilegum föður sínum? ... eins og Egill gengur um glórulaus, en það er annað mál. vei okkur að vera að fara að borga nefskatt til að púkka upp á þennan smásálarrúnkara.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

lirfur út á serjósið mitt

ég er nokkuð viss um að hafa séð þessar Foodline rúsínur í íslenskum búðum.

paddan í pylsuendanum ef svo má segja.

"Hvis du har købt rosiner i pakker a 250 gram af mærket Foodline i bl.a. Superbest, Spar, Løvbjerg, Alta, ABC Lavpris og Magasin, så bør du smide rosinerne ud, anbefaler Fødevarestyrelsen. Der er ingen umiddelbar sundhedsrisiko ved at spise rosiner med larver, men forekomsten af de små dyr gør dem uegnet til menneskeføde [...]"
- fpn.dk: Larver i rosiner over hele landet

mánudagur, ágúst 20, 2007

rss-fæði fyrir Vísindavefinn

með hjálp síðunnar [feedity].com hef ég búið till rss-feed, eða rss fætur, fyrir Vísindavefinn.

fóðrunin er http://feedity.com/rss.aspx/visindavefur-is/VlVQVVI fyrir þá sem vilja.

ég bjó mér líka til rss-dælur fyrir stjornartidindi.is, rettarheimild.is, haestirettur.is[*] og domsmalaraduneyti.is - með æði misjöfnum árangri, en gafst upp á að reyna að gera mötun fyrir domstolar.is.
[* umsjónarmenn Hæstaréttarvefsins tóku svo upp á því að vera með massíf leiðindi]


þær eru allmargar síðurnar sem gera mann kleift að gera heimatilbúið RSS úr stöðnuðum vefsíðum, en sumar þeirra gera reyndar ráð fyrir að maður sé mellufær í tölvumáli.

þetta er klárlega næsta skrefið í rafrænni stjórnsýslu, að gera fólki kleyft að fylgjast með breytingum á 'kerfinu' um leið og þær verða.

það er erfitt að vera frumkvöðull.

kengklikkaðir Kenýamenn

ég sem hélt alltaf að hlaupagikkirnir frá Kenýa væru svartir á hörund.

en það má einnig þekkja þá á útlitinu að öðru leyti, eins og þessi forsíðumynd úr sunnudagsmogganum ber með sér.


ónefndur yfirlýstur femínisti hafði á dögunum þetta að segja um meðfylgjandi mynd aukablaðsins í Blaðinu:

"[...] þegar myndstíllin beinlínist er uppbyggður þannig að karlinn er gerandinn í athöfninni og konan viðfang eða leikfang þá líkist þetta miklu meir kynbundnu ofbeldi en samfarastellingum þar sem konan á einhvern leik eða aðkomu."

ég er ekki frá því að ég sé svolítið sammála - þetta eru óskaplega einhæfar stellingar sem teiknara Aukablaðsins eru hugleiknar.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

persneskar kynbætur

kvót dagsins eru meint viðbrögð Dicks Cheneys, sem nú er varaforseti BNA, við ásökunum konu nokkurrar um að fyrsta Íraksstríðið hefði verið háð til að fylla á kynlífsþrælabú Bandaríkjanna og fjölga í mannveiðistofninum þar í landi:

Cheney, through "proteus", purportedly told the plaintiff, "...We just had to put some variety back into our death-hunting industry. And they (Persians) are incredibly beautiful."
þetta mun Cheney hafa sagt henni í gegnum hugsanaflutning.

konan, sem á tíunda áratug síðustu aldar fór í mál við IBM, NASA, Rockefeller, Bill Clinton, Jimmy Carter o.fl., vegna þess að hún taldi sig vera vélmenni, fór fram á eftirfarandi:
1. $ 5.6 billion in compensatory and punitive damages;
2. A physical accounting of all black women born since 1940, including their present whereabouts, and for those who have died, an investigation into how they died;
3. The purchase of land in Africa for the emigration of abused black women;
4. The bringing to justice of those responsible for the American holocaust;
5. An investigation into the foster care system, and a physical accounting of all black children placed into foster care;
6. An end to slavery in the United States;
7. The end of the cyborg program run by NASA, the Defense Intelligence Agency, American Cyanimid and IBM;
8. An end to the organ-donor program...

föstudagur, ágúst 03, 2007

háæruverðugur háhyndur hæsta...

ekki veit ég af hverju ég er ekki talinn upp sem einn umsækjaenda um starfið hans Hrafns Bragasonar.

ætli þeir hjá dmrneytinu hafi haldið að umsóknin mín væri eitthver spaug?

hefði ég kannski ekki átt að titla mig mr. mag.jur lesstofusjóri ad hod emeritus Halli?

voru það mistök að stíla hana beint á súperman?

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

endingartími bíla

þessi norska rannsókn staðfestir það sem flestir vissu: franskir bílar eru drasl, S-Kórea er Frakkland Asíu og Svíar og Þjóðverjar eru sjúklega vandvirkir.

endingartími bíla:

Kia: 9,2

Hyundai: 10,6

Seat: 11,5

Skoda: 12,0

Suzuki: 15,0

Chrysler: 15,6

Renault: 15,6

Citroën: 16,1

Peugeot: 16,7

Fiat: 17,2

Daihatsu: 17,3

Lada: 17,6

Mitsubishi: 17,7

Nissan: 18,4

Honda: 18,6

Subaru: 18,6

Ford: 18,9

Opel: 18,9

Toyota: 19,2

Audi: 19,4

Mazda: 19,4

BMW: 19,6

Volkswagen: 19,6

Saab: 20,4

Volvo: 21,4

Mercedes-Benz: 21,9

Chevrolet: 24,0

Statistikken tager ikke hensyn til, hor mange kilometer den enkelte bil har kørt, inden den ruller ind på bilkirkegården.

Kilde: Penge & Privatøkonomi