ruglaður, þreyttur eða sljór?
ég held að þessi hengingarlampi sé málið.
annars er ég að reyna að gera upp við mig hvaða ofnæmislyf ég ætti að prufa í staðinn fyrir hin vita gagnslausu og ólyfseðilsskyldu Lóritín og Clarityn (sem bæði innihalda loratin).
valið stendur á milli
1. Kestine (sem inniheldur ebastin), sem er eitt sterkasta ólyfseðilsskylda ofnæmislyfið og meðal aukaverkana þess eru skapgerðarbrestir, rugl og svefntruflanir.
- ég er nú þegar með svefntruflanir vegna ofnæmisins.
- Baggalútur mælir með Kestine.
2. Telfast (sem inniheldur fexófenadín), sem er lyfseðilsskylt og meðal aukaverkana er sljóleiki og höfuðverkur, en ekkert rugl.
- ég er nú þegar með hausverk og sljóleika vegna ofnæmisins.
- allir svölustu ofnæmissjúklingarnir í kringum mig virðast vera á Telfast.
3. þriðji kosturinn væri svo Aerius (sem inniheldur deslóratadín), sem er lyfsseðilskylt og meðal aukaverkana er þreyta og gula (!?!).
- ég er nú þegar þreyttur, sbr. svefntruflanirnar.
- það stendur að það hafi ekki róandi eða sljóvgandi áhrif, en verður maður ekki svolítið rólegur og sljór þegar maður er þreyttur?
annars eiga öll ofnæmislyf það sameiginlegt að þau "hindra áhrif histamíns í líkamanum, en histamín er það efni sem veldur helstu einkennum ofnæmis" - það virðist bara mjög einstaklingsbundið hvað þarf til að hindra áhrif histamíns.
4 ummæli:
Ég myndi fá mér Telfast. Ég og Böddi bryðjum það eins og smartís. Það er mjögott og veldur víst ekki aukaverkunum nema maður taki 2!
Ég er ekki frá því að ég reddi mér tískulyfinu Telfasti.... kominn með nóg af svefnhöfgi.
Ég hef notað þetta Kestine...sem virkaði alveg ágætlega bara. Tók ekki eftir meira rugli en venjulega amk :D
prófaðu fenistil dropa.. fást bókað í köben
Skrifa ummæli