Hvað er að gerast:

fimmtudagur, júní 05, 2008

teiknimyndahræðsla


teiknimyndir geta verið stórhættulegar eins og dæmin sanna - myndin hér að neðan er úr fréttamiðlinum adressa.no og segir "Ég er Múhammeð og enginn þorir að prenta mig!"
en það er ekki bara Mumma sem er illa við að fólk reyni að fanga fegurð sína með blaði og blýanti ...

ég hjó eftir útganginum á Árna Snævarri í ESB-myndinni hans, maður hafði ekki séð hann síðan hann var fréttamaður í gamla gamla daga, ekki fyrr en hann fór að tjá sig á Eyjunni.is, þar sem hann fékk teiknaða af sér mynd.

hann er greinilega byrjaður að eldast aðeins og ekkert að því, en teiknimyndaprófíllinn hans finnst mér ekki beint endurspegla manninn eins og hann lítur út:
svona er hann í Brussel-áróðursmyndinni sinni:
við gúgl fann ég myndina sem Eyjuteiknimyndin byggir á, hún er af Árna eins og við munum eftir honum, þessum skelegga fréttamanni á Stöð 2, en hún er a.m.k. 7 ára gömul.spurning er hvort aðrir miðaldra Eyjubloggarar fari ekki að fordæmi Árna og grenni og láti græða hár á prófílmyndir sínar?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er með ca. fimm ára gamla mynd af sjálfri mér á bloggsíðunni minni. Ætli maður þurfi ekki að fara að uppfæra...

Halli sagði...

ég er alls ekki að gagnrýna manninn fyrir útlitsdýrkunina, mér finnst það alveg kjörið að fólk komi til dyranna eins og því líður best.

með þessari mynd getur þú verið ekki bara ung í anda heldur líka á internetinu. um alla tíð!