Hvað er að gerast:

fimmtudagur, júní 12, 2008

komið af fjöllum

þetta verður hugsanlega mitt síðasta.

á þriðjudaginn fór fjallgönguhópur skrifstofunnar á Móskarðshnúka (tvöfalda vaffið hægra megin við Esjuna), það var sveitt ferð en frábærlega skemmtileg.

í dag er stefnan sett á enn lengri ferð, á Syðstu Súlu, hæstu Botnssúluna á Þingvallarsvæðinu - lítur ágætlega út á mynd og ekki skemmir veðrið fyrir.

mér finnst ég samt alltaf vera að tefla á tæpasta vað þegar ég geng á fjöll, minnugur þess að það sem fer upp hlýtur að fara (koma) niður aftur.
lýsingin af Móskarðshnúkum er af heimasíðu Sigurðar Sigurðarsonar, neðsta myndin af Syðstu Súlu er af síðunni labbakutar.is

Engin ummæli: