Hvað er að gerast:

þriðjudagur, júní 03, 2008

kjáni í gönguskóm

eftir langan umhugsunartíma og 2 Esjuferðir í 5 ára Blend strigaskóm (þar af einni lífshættulegri) afréð ég að kaupa mér gönguskó, alvöru.

maður býr nú að þeim alla ævi, þótt notkunin verði eitthvað lítil.

samt ekki eitthvað 35 þúsund króna króm últra heví dútí arctic truck dæmi, ég fór og leitaði að Toyotu Corollu gönguskónna.

flakkað var á milli Útilífs og Intersports í smá tíma .. jú .. Scarpa ... skólínan þeirra virtist nokkuð lekker og vönduð.

fyrst var það ZeroGravity 40 - þessi brúni, en hann var svolítið ljótur .. æ ég vil nú ekki að fólk haldi að ég sé utan af landi ..


næst skoðaði ég ZG 10 ... hmm soldið töff, .. en nei sæll! 23 þúsund! fyrir hvað, er útvarp í honum?
síðan var röðin komin að ZG 65 XCR .. úúú fansí nafn. já, verðið passaði, 15 þúsund... lightweight .. flott... kallaði í Intersport-stúlkuna sem var á vakt og bað hana um skónna í minni stærð.

hún kom að vörmu spori með skó í minni stærð, reyndar bara til í svona gráu, en ég sagði að það væri allt í lagi. þeir pössuðu fínt, þannig að ég keypti þá og labbaði glaður út með bráðina. fékk hana m.a.s. á hilluverði í stað kassaverðs (munaði 2 þúsund).það var síðan ekki fyrr en daginn eftir sem það uppgötvaðist að stúlkan hafði selt mér kvenmannsskó.

ég vílaði það svo sem ekki fyrir mér að ganga um í aðeins mjórri og léttari skóm, en konan mín tók það ekki í mál. ég skyldi skipta þeim út fyrir karlmannlega og gildmannlega gönguskó sem undirstrikuðu maskúlínið.

2 ummæli:

Rannveig sagði...

hahaha skil konuna þína vel :)
Ég á annars kvennmannskónna í þessum brúnu (ljótu ;)), þeir eru reyndar einstaklega góðir skór og voða praktískir með þessu gúmmí allan hringinn (voru reyndar eitthvað um 25þús kallinn þegar "ég"(Sverrir) keypti þá, hehe)

Halli sagði...

einhverntíman hætti ég að eltast svona við tískubylgjurnar.

þínir munu væntanlega endast um aldur og ævi og ganga í arf til komandi kynslóða ...