þá hundi er boðin heil kaka
tilskilin og tilskylin.
það fyrra skilar 45 900 niðurstöðum í Gúgl.
það seinna 143 niðurstöðum, enda augljóslega rangt og ljótt.
en
að því tilskildu og að því tilskyldu.
hér erum við að tala um 40 400 og 18 400 niðurstöður.
sé orðunum gúglað saman koma 235 niðurstöður, margar hverjar síður opinberra aðila, þar sem orðin eru notuð hvist og bast.
í einum stjórnsýsluúrskurði Menntamálaráðuneytisins frá 1998 segir t.d.:
"Varðandi breytingar innanhúss fellst nefndin á grisjun bekkja [...], að því tilskildu að sömu bekkir séu notaðir áfram óbreyttir og óstyttir."
og
"Af bréfinu má einnig ráða að húsafriðunarnefnd taldi að sem minnst röskun yrði á útliti kirkjunnar með því að heimila grisjun bekkjanna að því tilskyldu að sömu bekkir yrðu notaðir áfram óstyttir."
kannski bæði orðin geti átt rétt á sér, ég skal ekki segja - til þess sé skylt, ekki síður en að til þess sé það skilyrði - en að nota þau í algjörlega sömu merkingu, í ráðuneyti menntamála?
m.a.s. Baggalútur notar orðið þrisvar sinnum með y, á móti 12 skiptum með i.
Vísindavefurinn einu sinni með y, á móti 7 skiptum með i.
hér þarf að fara fram grisjun!
2 ummæli:
Fólk er fýbbl!
og bleslynt!
Skrifa ummæli