miðmyndarsagnir
fyndið að hægt sé að flytjast og flytja; á meðan aðeins er hægt að ferðast, en ekki ferða.
ég flutti mig um set, en gat aldrei ferðað mig þaðan.
þó gat ég ferðast mikið eftir að ég fluttist búferlaflutningum.
það er erfitt að ætla að gera allt í germynd, það ótta ég.
þessi brandari er kannski ekki alveg að heppna?
(miðmynd: Gerandinn kemur ekki fram, eitthvað gerist af sjálfu sér. Stundum er gerandinn og þolandinn sami aðilinn. Nokkrar sagnir eru aðeins til í miðmynd og kallast þær miðmyndarsagnir, t.d. ferðast, óttast, heppnast, skjátlast.)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli