Hvað er að gerast:

mánudagur, desember 10, 2007

þeim er ég verstur sem mér þykir bestur

já! eftir vinnu var skundað til Tríer í lest, til að skoða jólamarkaðinn - að vera í Lúx í desember án þess að kíkja þangað er eins og að vera í París án þess að tékka á Sigurboganum.

rosalega er ég líka hrifinn af bindingsverkshúsum.

föruneytið var yndisleg fjölskylda vinnufélaga míns, sem sá aum á mér og bauð mér að fylgja þeim - milli okkar 5 voru töluð jafnmörg tungumál, íslenska, enska, franska, þýska, og gott ef letzembürgiska var ekki einhversstaðar inn á milli.að sjálfsögðu var drukkið Glühwein, og vúú það var sterkt - miklu sterkara en það sem er selt hér - og úff hvað þýska jólaglöggið er framar því skandinavíska og íslenska.
útþynnt sykursull, segi ég og skrifa.

(það kom í svona stígvélaglösum eins og á myndinni fyrir neðan, stúlkuna þekki ég ekki)ég tók myndir en hef engan kubb, sönnunargögnin verða sett á þessa síðu við heimkomu, detti ég ekki í netleiða - þær sem hér fylgja eru af inter netinu."þið verðið að trú'okkur við segjum það satt ..."

þetta var brilljant, betra verður en hér í bankaborg (það er búið að rigna evrópskri rigningu í allan desember!), og stemmari!

***

í lestinni las ég í Hotel du Lac, og hún hefur sitthvað til síns máls finnst mér, rithöfundurinn, þegar aðalpersónan segist dæma konur harðar, því hún skilur þær - í það minnsta mun betur en karla.

sjálfur dæmi ég gillsíniggara, franska metrólúða, útlenska hurðaopnandi graðnagla, gígalóa, ístrukarla og sjálfskipaða aumingja mun harðar en trukkakellingar, spánverjamellur (og mellur almennt), feitabollur, konur sem fatta mig ekki (84%) og heimskar og/eða geðíveikar konur.

ég get sett mig í spor þeirra fyrrnefndu og séð fyrir mér hvernig ég myndi koma lífinu á réttan kjöl og hætta í sólbaðsstofunum, smástelpunum, "töffara"skapnum og typpabílunum, en á stundum erfiðara með að ímynda mér hvað er að gerast í hausnum á konum með aumingjum og öðrum furðulegum kvenskepnum.

Engin ummæli: