Hvað er að gerast:

    mánudagur, desember 10, 2007

    hollt fyrir sálin

    samkvæmt norska persónuleikaprófinu Hver ertu eiginlega, er mottóið sem best á við mig "Ef það er ekki hollt fyrir líkamann, þá er það hollt fyrir sálina" (n. Er det ikke sundt for kroppen er det sundt for sjela!).

    ¨kaffi er þó bæði held ég, mmmmm kaffi.nú rennur í hönd síðasta vinnuvikan hjá Leynistofnuninni í Lúx, brottfarardagur er næstkomandi sunnudagur, 16. des.

    margs á ég eftir að sakna héðan, þ.á m. kaffivélarinnar Lavazza Espresso Point, hún er mikið nammi.

    líklega er hún þó með þeim óumhverfisvænustu, því espresso-baunirnar eru formalaðar og forþjappaðar í litlar plastpillur, sem koma 2 í pakka.

    forþjappaðar espressopillur og kaffipokar virðast reyndar vera framtíðin, a.m.k. virðast þessar Nespresso vélar vera að tröllríða öllu hér í BeNeLux, sjá George Clooney augl. á Jútjúb.


    Engin ummæli: