Hvað er að gerast:

föstudagur, júlí 20, 2007

Ljóð '97

fann nýlega óútgefna stílabók með nafninu Ljóð '97 eftir Harald Stþ., 9. KJ.

í bókinni eru samtals 3 frumsamin ljóð, það hefur greinilega verið skylda að yrkja þau.

athugasemdir skrifaði að líkindum Anna Kristín Þórðardóttir íslenskukennari. ljóðin lýsa viðhorfum 15 ára drengs til lífsins og tilverunnar, samtímans og alls sem er, fyrir 10 árum síðan.
---

Fæðing sólarinnar

Jesús sagði: “Pabbi, má?”

Þá úr guði vellur:

Varð þá mikill hvellur

Sólin fæddist ný og smá

Guðirnir fengu hellu

. Frumlegt Ágætt

---

Þykka bókin & námið

Bókin ógeðslega þykk

henn'ætlar aldrei að ljúka

Kannski ég geri öllum grikk

Og láti námið fjúka

. Gott

---

Ísland

Hrikaleg’er Veldið stórt

Hagkaup er all’að gleypa

Og núna ætlar Stöð mín tvö

Alla aðr’að sneypa

. Gott

---

hér er svo mynd af Ölduselsskóla (ölduhæli eins og við sögðum þegar ég var í Seljaskóla)


og ein af Kristínu Jóhannesdóttur, umsjónarkennara:

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skammarlegt að kennarinn hafi ekki gefið þér "ágætt" fyrir öll ljóðin...

Halli sagði...

já, sérstaklega þetta með Veldið, það fannst mér mjög ágætt.

ég veit samt ekki hvað mér ætti að finnast um að hafa fengið athyugasemdina "gott" við tillögunni um að hætta í námi..

Nafnlaus sagði...

hahahahahaha, frábært! - en hvað er með þessar myndbirtingar á netinu? ertu eitthvað búinn að kynna þér það?

h.

Halli sagði...

í stuttu máli varðandi birtingu á því sem aðrir hafa birt:
allt í vísinda- og fræðsluskyni og ekki í viðskiptalegum tilgangi -> no prob

Nafnlaus sagði...

Foxy kennari segi ég nú bara

Marghuga sagði...

hehe já akkúrat sammála sídasta raedumanni, aetladi einmitt ad spyrja thig hvort ad thú hafir bara sett inn myndina af Kristínu tví ad tér fannst/finnst hún sexý (sem hún klárlega er)

Skil samt ad Anna Kristín hafi bara gefid gott fyrir Veldid enda skólinn vinnustadur hennar stundum kalladur litli Hagkaup vegna litavals og tháverandi litavals Hagkaupa í skeifunni.

Gód ljód, ég vissi alltaf ad thad vaeri eitthvad varid í Thig ;)
kv frá Berlínó Magga