Hvað er að gerast:

sunnudagur, júlí 29, 2007

um þetta vildi ég ekkert sagt hafa ...

nýju umferðarskiltin:
Svartur sunnudagur
Óhugnalegt...
Svartur Sólarhringur
Morð í Reykjavík
Óhugnanlegt!!
Hroðalegt atvik
Morð
Skotárás.
Hræðilegar fréttir
Hræðilegt
SVÖRT HELGI
Mín dýpsta samúð
Stórborgin Reykjavík
Ömurlegar...
Sorgleg endalok.
Samúðarkveðjur.
Hvað getur maður sagt ?
Óhugnarlegt
Sorglegt
- mbl.is

ætla stjórnvöld að horfa aðgerðarlaus á?

er ekkert heilagt fyrir þessu fólki utan af landi?

getur maður ekki lengur gengið óhultur um borgina og keypt sér dóp?

hefðu mislæg gatnamót komið í veg fyrir morðið?

hvenær á að stöðva tölvuleikjaofbeldisvæðingu unglinga?

eins og ein á mbl.is sagði: Hærðilegt, bara hærðilegt

laugardagur, júlí 28, 2007

böring með q4u

einhvernvegin svona hljómar textinn að mér heyrist:

leitandi af illsku
spurjandi að pening
hellast út í draumaheiminn
haldandi um hulstur
berjandi í sundur

takmörk inn í dauðageimi
hvíslandi böring böring böring böring böring böring
hvíslandi böring böring böring böring böring böring

leiðast, og stela
stunda og fela
leitandi, fela inn í dauða

hentugur staður
á hentugum tíma
og þykist allt fyrir seðil

myrkrið læsist inni
og þú
lokast inn í fangaklefa

hvíslandi böring böring böring böring böring böring
hvíslandi böring böring böring böring böring böring
hvíslandi böring böring böring böring böring böring
hvíslandi böring böring böring böring böring böring

föstudagur, júlí 27, 2007

lägg din mark på


leggðu þitt af mörkum til þessa heims
ella mun heimurinn glaður setja mark sitt á þig

(Leave your mark on this world if not it will only be glad to leave its mark on you.)

spurning hvort bookmark hefði átt að þýðast sem bókamörk, þegar internetið var þýtt yfir á íslensku?



Leggja e-ð af mörkum: [...] Að baki liggur nafnorðið mörk 'mælieining; hálfpund, pottur' en líking orðatiltækisins er ekki ljós. (Sjá: Jón G. Friðjónsson: Mergur málsins. Reykjavík 1993).

Auður og vald

Úr stærðfræðitíma í 3.B seinni part árs 2002.

Auður og vald – smásaga


“Hvað er eiginlega á seiði hérna?” spyr hann sjálfan sig þegar hann sér Konuna sína koma gangandi niður stigann. Hún var í glænýjum flauelskjól, alsettan allskyns glingri, og með rándýra perlufesti um hálsinn, sem glitraði í tunglsljósinu sem kastaði birtu sinni inn til þeirra hjóna á þessari köldu desembernótt.

Auður, konan hans, hafði í vikunni áður verið kosin forseti foreldrafélags Rimaskóla, eftir hatrammlega baráttu við fyrrverandi bestu vinkonu sína Völu. En nú var komið að öðrum fundi hjá félaginu, og nú skyldi fjallað um vændishúsin í miðbænum og hvað hægt væri að gera til að stöðva þau. Allt fyrir börnin, að sjálfsögðu.

“Er þetta nú kannski ekki aðeins of íbúrðarmikið elskan mín, það mætti ætla að þú værir að fara að hitta Ólaf Ragnar, þann gamla syndasel”. “Já, ég skal nú bara segja þér það, Hannes minn, að nú þegar maður er kominn í þvílíka valdastöðu, eins og raun ber vitni, er eins gott að kunna að hafa sig til, þú sérð nú hana Hillarí, þarna í henni Ameríku þú veist”. Hann gat ekki að því gert að brosa þegar hann bar saman “fyrstu frúna” og konuna sína, sem þessa stundina minnti hann helst á kartöflu í Barbíkjól með strípur. “Þú verður nú að tala við hana Völu eftir fundinn, það gengur ekki að þið stöllur séuð eitthvað ósáttar hvor við aðra, búnar að vera vinkonur í 15 ár”, sagði hann til þess að halda uppi samræðum, honum hafði svosem aldrei geðjast að henni, ekki frekar en dauðum fiski í poka, eins og hann átti til að segja. “Sú helvítis tík má fara beinustu leið til helvítis fyrir mér, að voga sér að kalla mig hégómagjarna hlussu, ég sem er búin að vera á Herb-a-life í tvo mánuði”. “Hún lítur út eins og laminn hundur þegar hún grætur” hugsaði hann. “Hvernig dirfist, Hannes?” sagði Auður og hljóp inn á klósett. “Ó-ó, er ég farinn að hugsa upphátt aftur?” hugsaði hann upphátt, aftur. “Elskan mín, ég var bara að tala um Völu, þú veist hvað mér þykir vænt um þig”.


þriðjudagur, júlí 24, 2007

Sparisjóður Íslands

mér fyndist Iceland Savings betra nafn á þessum mótmælendahippabanka.


... ég myndi örugglega treysta þeim betur en þeimbankastofnunum sem nú er völ á, þau myndu kennar mér að hætta að leggja ekkert inn og taka bara út og hjálpa mér að leysa út tékkann í Gleðibankanum.

mánudagur, júlí 23, 2007

högg í pung, dottið í vatn, krúttleg dýr

Lilja Sól says:
til að hressa þig við http://www.youtube.com/watch?v=RzkEsSHOxQU
(The funniest videoclips)

... svona myndbönd minna mig alltaf á Americas funniest heimavídjó, sem aftur minnir mig á Bob Saget, sem minnir mig á The Aristocrats. sjúkur skítur.

föstudagur, júlí 20, 2007

Ljóð '97

fann nýlega óútgefna stílabók með nafninu Ljóð '97 eftir Harald Stþ., 9. KJ.

í bókinni eru samtals 3 frumsamin ljóð, það hefur greinilega verið skylda að yrkja þau.

athugasemdir skrifaði að líkindum Anna Kristín Þórðardóttir íslenskukennari. ljóðin lýsa viðhorfum 15 ára drengs til lífsins og tilverunnar, samtímans og alls sem er, fyrir 10 árum síðan.
---

Fæðing sólarinnar

Jesús sagði: “Pabbi, má?”

Þá úr guði vellur:

Varð þá mikill hvellur

Sólin fæddist ný og smá

Guðirnir fengu hellu

. Frumlegt Ágætt

---

Þykka bókin & námið

Bókin ógeðslega þykk

henn'ætlar aldrei að ljúka

Kannski ég geri öllum grikk

Og láti námið fjúka

. Gott

---

Ísland

Hrikaleg’er Veldið stórt

Hagkaup er all’að gleypa

Og núna ætlar Stöð mín tvö

Alla aðr’að sneypa

. Gott

---

hér er svo mynd af Ölduselsskóla (ölduhæli eins og við sögðum þegar ég var í Seljaskóla)


og ein af Kristínu Jóhannesdóttur, umsjónarkennara:

miðvikudagur, júlí 18, 2007

róandi sjávardýr

nýlega var ég svo heppinn að fá að passa tvo gullfiska í vinnunni, þá Loft og Stubb.

það er alveg rétt sem stóð í mogganum um daginn, lifandi fiskar róa mann niður og draga úr stressi, syndandi um áhyggjulausir og ánægðir með sitt litla líf.

það er ekki laust við að ég sakni þessara fiskikumpána, en til þess að bæta upp fyrir missinn hef ég notast við hvalahljóð frá ferðaþjónustunni Gentle Giants á Húsavík. algjört hvalanammi.

fimmtudagur, júlí 12, 2007

1000 lögfræðingar á hafsbotni

Q. What's wrong with Lawyer jokes?

A. Lawyers don't think they're funny, and nobody else thinks they're jokes.



miðvikudagur, júlí 11, 2007

ekki með þeim bestu

þessa dags verður seint minnst fyrir ágætis byrjun.

vaknað of seint fyrir sturtu eða morgunmat og blaðalestur, í hey-ofnæmiskasti og illa sofinn.

hjólalásinn opnaður, ónærður og pirraður, aðeins til að uppgötva að sprungið var á hjólinu.

mætt í vinnu þar sem tölvan beið rafmagnslaus. þrátt fyrir það tók við nokkur vinnutörn, með ofnæmishor í nefi, án nauðsynlegrar kaffidrykkju.

en nú er sólin byrjuð að brosa, lóritínið að kikka inn, kaffið að kveikja á heilanum, sjávargolan að kitla mann og framtíðin lítur farsællega út. hamingjan er hverful.

mánudagur, júlí 09, 2007

besta vefvarpsljóðið - lýsandi fyrir andstæður heimsins og skeytingarleysi íbúa "þróuðu landanna" fyrir öðru en eigin gervivandamálum:

Japanskir karlmenn hrifnir af dúkkum

Frumbyggjar Ástralíu berjast í bökkum

Ástralar varaðir við ferðalögum til Indónesíu

Hunsa viðvaranir


laugardagur, júlí 07, 2007

Drottinn Guð, veit mér vernd þína
og lát mig minnast ábyrgðar minnar
er ég nota þetta Internet.
Í Jesú nafni. Amen.