Úr stærðfræðitíma í 3.B seinni part árs 2002.
Auður og vald – smásaga
“Hvað er eiginlega á seiði hérna?” spyr hann sjálfan sig þegar hann sér Konuna sína koma gangandi niður stigann. Hún var í glænýjum flauelskjól, alsettan allskyns glingri, og með rándýra perlufesti um hálsinn, sem glitraði í tunglsljósinu sem kastaði birtu sinni inn til þeirra hjóna á þessari köldu desembernótt.
Auður, konan hans, hafði í vikunni áður verið kosin forseti foreldrafélags Rimaskóla, eftir hatrammlega baráttu við fyrrverandi bestu vinkonu sína Völu. En nú var komið að öðrum fundi hjá félaginu, og nú skyldi fjallað um vændishúsin í miðbænum og hvað hægt væri að gera til að stöðva þau. Allt fyrir börnin, að sjálfsögðu.
“Er þetta nú kannski ekki aðeins of íbúrðarmikið elskan mín, það mætti ætla að þú værir að fara að hitta Ólaf Ragnar, þann gamla syndasel”. “Já, ég skal nú bara segja þér það, Hannes minn, að nú þegar maður er kominn í þvílíka valdastöðu, eins og raun ber vitni, er eins gott að kunna að hafa sig til, þú sérð nú hana Hillarí, þarna í henni Ameríku þú veist”. Hann gat ekki að því gert að brosa þegar hann bar saman “fyrstu frúna” og konuna sína, sem þessa stundina minnti hann helst á kartöflu í Barbíkjól með strípur. “Þú verður nú að tala við hana Völu eftir fundinn, það gengur ekki að þið stöllur séuð eitthvað ósáttar hvor við aðra, búnar að vera vinkonur í 15 ár”, sagði hann til þess að halda uppi samræðum, honum hafði svosem aldrei geðjast að henni, ekki frekar en dauðum fiski í poka, eins og hann átti til að segja. “Sú helvítis tík má fara beinustu leið til helvítis fyrir mér, að voga sér að kalla mig hégómagjarna hlussu, ég sem er búin að vera á Herb-a-life í tvo mánuði”. “Hún lítur út eins og laminn hundur þegar hún grætur” hugsaði hann. “Hvernig dirfist, Hannes?” sagði Auður og hljóp inn á klósett. “Ó-ó, er ég farinn að hugsa upphátt aftur?” hugsaði hann upphátt, aftur. “Elskan mín, ég var bara að tala um Völu, þú veist hvað mér þykir vænt um þig”.