Nafnlaus Nonni
einhvern veginn hélt ég að sammæli væri um það hér á landi að skammstöfunin N.N. merkti á íslensku nafnlaus Nonni.
enda þótt á latínu merki hún nomen nescio (nafn óþekkt), fannst mér sjálfsagt að skammstöfuninni væri fundinn staður í íslenskri tungu. latínan getur líka skv. wíkipedíu verið nomen nominandum (nafnið sem (hér) skal vera) og notetur nomen (skrifaðu nafnið), en það er annað mál.
á wíkipedíu er annars að finna skemmtilegt samansafn yfir hugtök sem eru sömu merkingar og hugtakið"John (eða Jane) Doe", ýmist fyrir meðalmanninn eða þann óþekkta:
Nor: Ola Nordmann,
Dk: Hr. og Fru Danmark,
Sví: Hr. og Fru Svensson,
Fær: Miðalhampamaður,
Fin: Matti og Maija Meikäläinen
Þýs: Hans/Max/Otto og Erika Mustermann,
NZ: Joe Bloggs,
Slavar: Jan Novák,
Sviss: Hans Meier
Spánn: Pepe Pérez
ég væri til í að skrifa "alþjóðlega" skáldsögu þar sem persónur myndu heita sumum þessara nafna. hún hefði mjög almenna skírskotun.
fyrir Ísland hefur einhver skrifað Jón Jónsson og Jóna Jónsdóttir, mikið er það asnalegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli