bleikt er
um leið og ég fagna því að konur fengu kosningarétt (ég fagna því reyndar að við almúginn allur skulum hafa fengið hann - pereat kóngus), mótmæli ég því að einhverjir vanvitar hafi fengið þá flugu í höfuðið að allir sem styðja jafnrétti skuli klæðast bleiku 19. júní.
ég er jafnréttishneigðari en flestir, en harðneita því að klæðast þessum forljóta lit. ég ætla heldur ekki að ganga um með g-streng á hausnum til að sýna alzheimer sjúklingum stuðning minn á alshæmer daginn (21. sept.) eða ganga með grasið í skónum á eftir umhverfisnötturum, íklæddur grænu á degi umhverfisins.bleikur er enginn jafnréttislitur, heldur það sem kallað hefur verið pre-feminism (old-style) kvenlegur litur. í dag er hann litur minnimáttar, lítilla smáhesta og grunnskólarómantíkur. stjörnurnar sem Hitler lét samkynhneigða bera voru bleikar - en samkynhneigðir höfðu vit á því að velja sér friðarfánann (pace-flag) sem "sinn lit"
Garfield á 29 ára afmæli í dag, jafnrétti, systralag og Grettir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli