fænd og rípleis
í viðkvæmari dómsmálum eru persónugreinanlegar upplýsingar stundum teknar út.
þannig er í dómi héraðsdóms rvk sem ég var að lesa persónum öðrum en sakborningi gefin nöfnin A, B og C.
ljóst er af því sem segir í dómnum að A og C eru kvk, en B kk.
að öðru leyti er erfitt að sjá nokkuð um hagi þessa fólks, utan þess að þau virðast nokkuð drykkfelld.
nema hvað, í dómnum segir frá einni vitnaskýrslunni með þessum hætti:
"Þorsteinn Þór Guðmundsson lögreglumaður kvaðst hafa komið á vettvang 3. nóvember 2005. Hann B ekkert eftir atvikum en staðfesti frumskýrslu sem hann gerði um málið."... ég hefði giskað á að B væri einhversstaðar í dómnum nefndur "Mundi", nema hvað orðið "mundi" kemur fyrir á öðrum stað, sem og "muni" og "man". orðinu "myndi" bregður alloft fyrir og "minni" líka.
ansans heilabrot. "Hann sjái ekkert eftir atvikum" / "tók ekkert eftir atvikum" / "fór ekkert eftir atvikum" /"hugi ekkert eftir atvikum"?
ég er a.m.k. viss um að fænd & repleis í Word er um að kenna. meinlegur fídus það stundum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli