um eitt og hálft ár er nú liðið síðan ég byrjaði að draga úr neyslu á beljuafurðum í fljótandi formi.
í dag er ég algerlega hættur að drekka mjólk í vökva- og seigfljótandi formi. allt er gott í hófi er móttóið mitt í mjólkurefnum sem öðrum og því borða ég ost í hæfilegu magni (hann getur bara verið svo góður).
mjólk er ætluð fyrir kálfa og er til þess fallin að þeir stækki um tugi kílóa á nokkrum mánuðum. hún er offull af fitu, sykri og næringarefnum. ástæðan fyrir því að ég hætti neyslu hennar var þó einkum bragðið og eftirköstin - fitu og sykurgnóttartilfinningin að neyslu lokinni var mér ekki að skapi.
við tveggja ára aldur byrjar líkaminn að framleiða mun minna af laktasa, ensímum sem nauðsynleg eru til að melta mjólk - það er því svolítið skrítið að mjólkurneysla skuli vera jafn mikil meðal fullorðinna manna og raunin er á vesturlöndum.
áður drakk ég helst mjólk með
a) kakódufti, en óhollusta slíkra drykkja jafnast hæglega á við verstu kóladrykki.
b) serjósi, þjóðarmat Íslendinga, en hef komist að því að vatn, með bubblí og venjulegt, er prýðilegt út á það. kók light er síðra, enda fer megnið af kolsýrunni við það að komast í snertingu við serjósið.
ekki skemmir fyrir að minnka líkurnar á offitu, sykursýki, hjartasjúkdómum, krabbameini m.a. í blöðruhálskirtli, og það sem e.t.v. kemur mest á óvart: beinþynningu. þau ógrynni dýrapróteina sem fyrirfinnast í mjólk ræna beinin kalki, þvert á það sem okkur er talið trú um. beinþynning er víst miklum mun meiri í þeim ríkjum þar sem kalkneysla er mikil en þar sem hún er í lágmarki - en reyndar koma prótín úr kjöti þar líka við sögu. ég gæti trúað því að þau séu skaðlegri. hins vegar virðist ljóst að grænmetis- og ávaxtaneysla styrki bein, en mjólkurneysla geri það alls ekki!
d-vítamín er erfiðara að nálgast á sólarsveltum norðurhjaranum, en því er þó bætt við ýmsan mat.
mjög auðveldlega má tryggja líkamanum nægilegt kalkmagn með því að borða grænmeti, í stað mjólkur, en líkaminn tekur einungis upp um 30% af því kalki sem þar er.
við þetta bætast slæm lífsskilyrði mjólkurkúa, sem eru látnar mjólka sífellt meira hér á Íslandi heldur en þeim er eðlilegt, sem minnkar nýtingartíma þeirra og gerir að verkum að skipta þarf þeim út mjög reglulega, eins og rafgreiningarkerum í álveri og tölvum í tölvuþjónabúi.
mjólk er ekki framtíðin, það er alveg á hreinu! maður fær bólur af henni.
svo finnst mér að mjólkurfyrirtækin (tóbaksiðnaður Íslands) ætti að sjá sóma sinn í því að koljafna allt prumpið sem frá skepnunum og mjólkurneytendum kemur.
svo kemur aðalspurningin - af hverju að drekka mjólk ef maður getur drukkið bjór?
bjór er góður:
| MILK (I cup, 2% milk) | BEER (I cup) |
Fat (g) | 5 | 0 |
Fiber (g) | 0 | .5 |
Sodium (mg) | 122 | 12 |
Cholesterol (mg) | 20 | 0 |
Calories | 122 | 97 |
Calories from fat (%) | 37 | 0 |
myndir og upplýsingar af milksucks.com