Hvað er að gerast:

þriðjudagur, júní 26, 2007

of innmúraður

í nótt dreymdi mig að ég væri í einhverri endurmenntun, ásamt stofnanda reglugerð.is.

samkvæmt samtali mínu við hann byrjaði þetta bara sem áhugamál hjá honum og félaga hans, á simnet.is/reglugerdir.

þeir væru nú forstöðumenn hinnar miklu stofnunar reglugerð.is, en hann þyrfti að ná sér í menntun sem hæfði titlinum.

það versta við drauminn var þó þessi mikla gleði sem helltist yfir mig þegar maðurinn tjáði mér að til stæði að gera stórtækar endurbætur á reglugerð.is, setja þangað inn auglýsingar og reglur, umburðarbréf og almennilegar reglugerðir með breytingum.

nú væri gott að hafa eitthvað stórt og viðamikið verkefni fyrir höndum, til að dreifa huganum frá lögfræðum.

laugardagur, júní 23, 2007

Nafnlaus Nonni

einhvern veginn hélt ég að sammæli væri um það hér á landi að skammstöfunin N.N. merkti á íslensku nafnlaus Nonni.

enda þótt á latínu merki hún nomen nescio (nafn óþekkt), fannst mér sjálfsagt að skammstöfuninni væri fundinn staður í íslenskri tungu. latínan getur líka skv. wíkipedíu verið nomen nominandum (nafnið sem (hér) skal vera) og notetur nomen (skrifaðu nafnið), en það er annað mál.

á wíkipedíu er annars að finna skemmtilegt samansafn yfir hugtök sem eru sömu merkingar og hugtakið"John (eða Jane) Doe", ýmist fyrir meðalmanninn eða þann óþekkta:
Nor: Ola Nordmann,
Dk: Hr. og Fru Danmark,
Sví: Hr. og Fru Svensson,
Fær: Miðalhampamaður,
Fin: Matti og Maija Meikäläinen
Þýs: Hans/Max/Otto og Erika Mustermann,
NZ: Joe Bloggs,
Slavar: Jan Novák,
Sviss: Hans Meier
Spánn: Pepe Pérez

ég væri til í að skrifa "alþjóðlega" skáldsögu þar sem persónur myndu heita sumum þessara nafna. hún hefði mjög almenna skírskotun.

fyrir Ísland hefur einhver skrifað Jón Jónsson og Jóna Jónsdóttir, mikið er það asnalegt.

miðvikudagur, júní 20, 2007

fænd og rípleis

í viðkvæmari dómsmálum eru persónugreinanlegar upplýsingar stundum teknar út.

þannig er í dómi héraðsdóms rvk sem ég var að lesa persónum öðrum en sakborningi gefin nöfnin A, B og C.
ljóst er af því sem segir í dómnum að A og C eru kvk, en B kk.
að öðru leyti er erfitt að sjá nokkuð um hagi þessa fólks, utan þess að þau virðast nokkuð drykkfelld.

nema hvað, í dómnum segir frá einni vitnaskýrslunni með þessum hætti:

"Þorsteinn Þór Guðmundsson lögreglumaður kvaðst hafa komið á vettvang 3. nóvember 2005. Hann B ekkert eftir atvikum en staðfesti frumskýrslu sem hann gerði um málið."
... ég hefði giskað á að B væri einhversstaðar í dómnum nefndur "Mundi", nema hvað orðið "mundi" kemur fyrir á öðrum stað, sem og "muni" og "man". orðinu "myndi" bregður alloft fyrir og "minni" líka.

ansans heilabrot. "Hann sjái ekkert eftir atvikum" / "tók ekkert eftir atvikum" / "fór ekkert eftir atvikum" /"hugi ekkert eftir atvikum"?

ég er a.m.k. viss um að fænd & repleis í Word er um að kenna. meinlegur fídus það stundum.

mánudagur, júní 18, 2007

bleikt er

um leið og ég fagna því að konur fengu kosningarétt (ég fagna því reyndar að við almúginn allur skulum hafa fengið hann - pereat kóngus), mótmæli ég því að einhverjir vanvitar hafi fengið þá flugu í höfuðið að allir sem styðja jafnrétti skuli klæðast bleiku 19. júní.

ég er jafnréttishneigðari en flestir, en harðneita því að klæðast þessum forljóta lit. ég ætla heldur ekki að ganga um með g-streng á hausnum til að sýna alzheimer sjúklingum stuðning minn á alshæmer daginn (21. sept.) eða ganga með grasið í skónum á eftir umhverfisnötturum, íklæddur grænu á degi umhverfisins.bleikur er enginn jafnréttislitur, heldur það sem kallað hefur verið pre-feminism (old-style) kvenlegur litur. í dag er hann litur minnimáttar, lítilla smáhesta og grunnskólarómantíkur. stjörnurnar sem Hitler lét samkynhneigða bera voru bleikar - en samkynhneigðir höfðu vit á því að velja sér friðarfánann (pace-flag) sem "sinn lit"

Garfield á 29 ára afmæli í dag, jafnrétti, systralag og Grettir!

sunnudagur, júní 10, 2007

atvinnuviðtöl

#1: What is your worst fault?
"Actually, they're all pretty bad."

#2: What are you looking for in a job?
"Senseless drudgery and money."

#3: Where do you see yourself in ten years?
"Sleeping in your bed, and having your kids call me 'Dad'."

#4: You're overqualified
"I assure you, exactly the opposite is true."

#5. No, it's not your age
"Well, then, it must be my skin colour."


þennan tékkneska bjór þykist íslenska liðið "Club" Lögberg, sem nýlega lauk keppni í Norrænu málflutningskeppninni með glæsibrag, hafa keypt og drukkið í sænskri efnahagslögsögu (í ferju) - jákvætt væri ef farið yrði að flytja til Íslands venjulegan meðaldýran og -góðan tékkneskan og pólskan bjór. af hverju er maður ekki einkaframtakssamari?
ég mæli með Önnu Pihl, sem Rúv byrjar að sýna mánudaginn 18. júní. hún er mikið kjarnakvendi og gæti rústað Erninum með fætur bundna fyrir aftan bak.

mánudagur, júní 04, 2007

andi

ég hef ákveðið að frumburður minn (eða fyrsta skilgetna barnið) muni verða nefnt Drottinn (kk) eða Drottin (kvk).

verði barninu gefið millinafn, kemur Dýri/Dýra vel til greina.

ég á þó von á því að sú sem úrskurðarvald hefur í mannanafnanefnd sambandsins muni leggjast gegn þessari fyrirætlan."þetta er séra Brown ... hann er á syndaraveiðum"

sunnudagur, júní 03, 2007

mjólk

um eitt og hálft ár er nú liðið síðan ég byrjaði að draga úr neyslu á beljuafurðum í fljótandi formi.

í dag er ég algerlega hættur að drekka mjólk í vökva- og seigfljótandi formi. allt er gott í hófi er móttóið mitt í mjólkurefnum sem öðrum og því borða ég ost í hæfilegu magni (hann getur bara verið svo góður).

mjólk er ætluð fyrir kálfa og er til þess fallin að þeir stækki um tugi kílóa á nokkrum mánuðum. hún er offull af fitu, sykri og næringarefnum. ástæðan fyrir því að ég hætti neyslu hennar var þó einkum bragðið og eftirköstin - fitu og sykurgnóttartilfinningin að neyslu lokinni var mér ekki að skapi.
við tveggja ára aldur byrjar líkaminn að framleiða mun minna af laktasa, ensímum sem nauðsynleg eru til að melta mjólk - það er því svolítið skrítið að mjólkurneysla skuli vera jafn mikil meðal fullorðinna manna og raunin er á vesturlöndum.

áður drakk ég helst mjólk með
a) kakódufti, en óhollusta slíkra drykkja jafnast hæglega á við verstu kóladrykki.
b) serjósi, þjóðarmat Íslendinga, en hef komist að því að vatn, með bubblí og venjulegt, er prýðilegt út á það. kók light er síðra, enda fer megnið af kolsýrunni við það að komast í snertingu við serjósið.

ekki skemmir fyrir að minnka líkurnar á offitu, sykursýki, hjartasjúkdómum, krabbameini m.a. í blöðruhálskirtli, og það sem e.t.v. kemur mest á óvart: beinþynningu. þau ógrynni dýrapróteina sem fyrirfinnast í mjólk ræna beinin kalki, þvert á það sem okkur er talið trú um. beinþynning er víst miklum mun meiri í þeim ríkjum þar sem kalkneysla er mikil en þar sem hún er í lágmarki - en reyndar koma prótín úr kjöti þar líka við sögu. ég gæti trúað því að þau séu skaðlegri. hins vegar virðist ljóst að grænmetis- og ávaxtaneysla styrki bein, en mjólkurneysla geri það alls ekki!
d-vítamín er erfiðara að nálgast á sólarsveltum norðurhjaranum, en því er þó bætt við ýmsan mat.

mjög auðveldlega má tryggja líkamanum nægilegt kalkmagn með því að borða grænmeti, í stað mjólkur, en líkaminn tekur einungis upp um 30% af því kalki sem þar er.

við þetta bætast slæm lífsskilyrði mjólkurkúa, sem eru látnar mjólka sífellt meira hér á Íslandi heldur en þeim er eðlilegt, sem minnkar nýtingartíma þeirra og gerir að verkum að skipta þarf þeim út mjög reglulega, eins og rafgreiningarkerum í álveri og tölvum í tölvuþjónabúi.

mjólk er ekki framtíðin, það er alveg á hreinu! maður fær bólur af henni.

svo finnst mér að mjólkurfyrirtækin (tóbaksiðnaður Íslands) ætti að sjá sóma sinn í því að koljafna allt prumpið sem frá skepnunum og mjólkurneytendum kemur.


svo kemur aðalspurningin - af hverju að drekka mjólk ef maður getur drukkið bjór?
bjór er góður:


MILK (I cup, 2% milk)
BEER (I cup)
Fat (g)
5
0
Fiber (g)
0
.5
Sodium (mg)
122
12
Cholesterol (mg)
20
0
Calories
122
97
Calories from fat (%)
37
0


myndir og upplýsingar af milksucks.com