Hvað er að gerast:

þriðjudagur, október 14, 2008

Víetnam á Austurbrú, spritkørelse og grín

það kemur reglulega fyrir mig að upp gýs þessi svaðalega nostalgía fyrir mánuðunum 8 sem við dvöldum í Köben, þegar danska krónan kostaði 12 íkr., maður hjólaði meðfram søerne á hverjum degi, talaði grunnskóladönsku og borðaði pylsur og kebab í hvert mál og litið var á Ísland sem þjóð meðal þjóða.

t.d. fann ég núna áðan tengil á jp.dk um 5 gode billige restauranter í dönsku höfuðborginni. síðasti staðurinn í upptalningunni er veitingastaðurinn Vietnam, elsti staður sinnar tegundar í borginni (og ber það með sér), ca. 2 mínútur frá íbúðinni okkar við Holsteinsgötu og í miklu uppáhaldi hjá okkur hjúunum. staðnum eru gerð ágæt skil í matargagnrýni góðs vinar okkar sem kom tvisvar í heimsókn til okkar á þessum yndislega tíma í borginni við sundin.

svipaðan nostalgíusting fékk ég er ég horfði á 7. þátt 1. seríu Önnu Pihl (Hver sin hemmelighed) sem sýndur var síðasta vetur á RÚV, þegar Mads bróðir hennar Önnu var fullur og keyrði niður og drap cykelpige sem var að hjóla á Strandboulevarden, rétt við blokkina okkar. þarna hjólaði maður yfir á hverjum degi og reyndi að forðast spritbilistana.

---

hér er annars örstutt vídeogrín sem kom í pósti í morgun:


og sömuleiðis kom þessi samantekt um frumlegan neytendavarning, alveg bráðskemmtileg (án hljóðs):

1 ummæli:

Guðmundur Þórir sagði...

Ég man þá tíð er ég var í kóngsins Köben í maí að hafa teigað öl á Ráðhústorgi svo og að hafa keypt ristaðar möndlur á Strikinu. Einnig man ég hvað maður teigaði ölið stoltur á Hvids vinstue - sem stoltur Íslendingur!

Þá var danska krónan í 16 kallinum. Það þótti mikið. Nú er öldin önnur og Jónas Hallgrímsson snýr sér yfir á hina hliðina i gröfinni. Hann skammast sín fyrir okkur sem drekkum í hans nafni á Hvids Vinstue!