Hinn danski Horizont á DR1 um "ástandið"
þátturinn hér að neðan var sýndur í gærkvöldi á DR1, Egill Helgason að tala um partý sem kláraðist og hvernig fólk muni núna einungis geta starfað í ál- og fiskiðnaði, fjallað er um húsnæðislán sem hækka um fleiri þúsundir á milli mánaða, þá staðreynd að allir Íslendingar (með tölu!) tóku lán í frönkum og jenum, allir keyptu sér bíl á lánum og eyddu langt um efni fram, atvinna sé af mjög skornum skammti en þeir sem fengið geta séu í þremur vinnum, engir peningar séu eru eftir á landinu og bölsýni ríki, svört eins og nóttin - þetta er draumurinn sem breyttist í mareridt.
ekki skemmir fyrir að hafa fullt af myndskeiðum af ógurlegu hrauni, hestum, veðurbörðum rollum og hrikalegu íslensku roki og brimróti til að undirstrika hvernig ástandið er. svo talar enginn íslendingur skandinavísku, það er alveg ljóst.
úff, ég vissi hreinlega ekki að ég hefði það svona slæmt. þetta er kynningin á dr.dk:
Island - et land på kanten af bankerotFørst lignede det et økonomisk mirakel, men nu advarer den islandske statsminister om, at landet kan gå fallit. Var det grådighed, der ramte det lille land i Atlanterhavet? Og hvordan kan det gå til, at et helt land løber tør for penge?
aðrar fréttir að utan eru í svipuðum dúr, t.d. er greinilega ekki hægt að nota kreditkort lengur hér á landi:
Den islandske økonomi er nu gået så meget i i baglås, at de betalingskort som Visa/dankort ikke længere kan bruges på øen.
fínir þættir annars inn á vefsíðu Horisont, en þátturinn "handler om den verden, Danmark er en del af, og giver indblik og overblik til at forstå aktuelle begivenheder med betydning for os."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli