Hvað er að gerast:

mánudagur, ágúst 25, 2008

Ertu þunglyndur, Einar Áskell?


vikulöng Oslóar- og Kaupmannahafnarferð er nú að baki og margt sem stendur upp úr.

hvern hefði grunað að hann væri hlýrri sjórinn í Oslóarfirði en í upphitaðri Nauthólsvík - djöfull er maður svalur að stunda sjósund.

"Lagasmíði, líkt og pulsugerð, er ferli sem betra er að sjá ekki"* er tilvitnun vikunnar.

í öðru sæti kemur manneskjan sem sagði að það að borða kövldmat á hótelinu sem maður gistir á væri eins og að skíta í eigið hreiður.
það er verst að það var ekki fyrr en ég kom til Köben að norðmaður benti mér á norsku bókina Hässelby eftir Johan Harstad frá 2007, en hún fjallar um fullorðinn Einar Áskell (s. Alfons Åberg, n. Albert Åberg) sem nú er orðinn 42 ára og býr í Hässelby í úthverfi Stokkhólms.

framtíð sú sem Johan hefur búið Einari er enginn dans á rósum:

Hann býr enn með föður sínum, sem orðinn er bitur og þunglyndur. Einar hefur reynt að fara út í heim til þess að skapa sér sjálfstætt líf, en af samúð og skyldurækni snýr hann aftur til föður síns og starfar sem lagerstarfsmaður.

bókinni er lýst sem nokkurs konar dystópíu (andstæða útópíu), 'en roman om tapte muligheter, både for Albert Åberg, for sosialdemokratiet og for oss alle' og mun vera allt í senn 'fascinerende, medrivende, morsomt og trist'.


---
* '
At lave love er ligesom at lave pølser. Man er bedst tjent med ikke at se processen' er tilvitnunin eins og ég heyrði hana. hún er kennd við Ottó von Bismarck og hljómaði eitthvað á þessa leið á upprunamálinu:
'Gesetze sind wie Würste, man sollte besser nicht dabei sein, wenn sie gemacht werden' eða
'Je weniger die Leute darüber wissen, wie Würste und Gesetze gemacht werden, desto besser schlafen sie nachts'.

Engin ummæli: