Hvað er að gerast:

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

konan gerir hvad for noget?



1. í rigningarveðri í Osló þann 20. ágúst sl. villtist ég inn í Platekompaniet í 'Osló City' verslunarkjarnanum. þar voru nokkrar norskar dvd-myndir á tilboði og afréð ég að kaupa 3 stykki, þar á meðal eina sem heitir Tatt av kvinnen (Tekinn af konunni) frá 2007, en myndin virtist hafa fengið góða dóma í noregi, myndirnar á umslaginu sýndu mann sem gekk um með sundhettu og sundgleraugu öllum stundum og söguþráðurinn virtist hálf súrrealískur - einhvers konar Elling-pæling hugsaði ég með mér.

2. í rigningarveðri í Köben þann 23. ágúst sl. villtist ég inn í Arnold Busck á Købmagergade. þar voru nokkrar bækur eftir Erlend Loe sem vöktu athygli mína og afréð ég að kaupa eina, sem bar nafnið Kvinden flytter ind frá 2007, um konu sem kemur oftar og oftar í heimsókn til manns nokkurs og áður en hann veit af er hún flutt inn til hans. 'En historie om en mand og en kvinde. Om at vide sig sikker på om man er forelsket.
ég las samdægurs 25 bls. í henni á Paludan kaffihúsinu þarna rétt hjáog hlakkaði nokkuð til þess að taka upp lesturinn seinna.

3. í rigningarveðri í Kópavogi í gær setti ég Tatt av Kvinnen á fóninn. myndin byrjaði á því að sýna konu og karl við ýmsar heimilislegar aðstæður á meðan sögumaður las upp texta sem ég kannaðist svona rosalega mikið við.

hafði ég þá ekki keypt danska þýðingu á fyrstu bók norska rithöfundarins Erlend Loe, Tatt av kvinnen (frá 1993), í Kaupmannahöfn, án þess að gera mér grein fyrir því að ég hafði stuttu áður keypt kvikmyndina sem gerð var eftir bókinni.

ég slökkti strax á kvikmyndinni og ákvað að klára bókina fyrst - þetta væri greinilega saga sem mér væri ætlað að kynna mér.

mikið hefur maður fjölbreyttan smekk.

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

spurning á hvorn hallar

gömul kenning og umdeild meðal okkar femínista:

"Call us crazy, but we’re not so sure that this lack of women at the top is such a slight. Maybe—just maybe—women have figured out that a job that requires 3000+ hours a year, robs you of a social life, and likely won’t net you much more than you’d make per hour as, say, a decent massage therapist, isn’t necessarily a gig worth sticking around for. We’re just sayin’."

af Bitter lawyer punktur com - sjá líka vefsjónvarpið þeirra (eins konar amatörískt 'the office' dæmi á borð við 'break a leg')

mánudagur, ágúst 25, 2008

Ertu þunglyndur, Einar Áskell?


vikulöng Oslóar- og Kaupmannahafnarferð er nú að baki og margt sem stendur upp úr.

hvern hefði grunað að hann væri hlýrri sjórinn í Oslóarfirði en í upphitaðri Nauthólsvík - djöfull er maður svalur að stunda sjósund.

"Lagasmíði, líkt og pulsugerð, er ferli sem betra er að sjá ekki"* er tilvitnun vikunnar.

í öðru sæti kemur manneskjan sem sagði að það að borða kövldmat á hótelinu sem maður gistir á væri eins og að skíta í eigið hreiður.
það er verst að það var ekki fyrr en ég kom til Köben að norðmaður benti mér á norsku bókina Hässelby eftir Johan Harstad frá 2007, en hún fjallar um fullorðinn Einar Áskell (s. Alfons Åberg, n. Albert Åberg) sem nú er orðinn 42 ára og býr í Hässelby í úthverfi Stokkhólms.

framtíð sú sem Johan hefur búið Einari er enginn dans á rósum:

Hann býr enn með föður sínum, sem orðinn er bitur og þunglyndur. Einar hefur reynt að fara út í heim til þess að skapa sér sjálfstætt líf, en af samúð og skyldurækni snýr hann aftur til föður síns og starfar sem lagerstarfsmaður.

bókinni er lýst sem nokkurs konar dystópíu (andstæða útópíu), 'en roman om tapte muligheter, både for Albert Åberg, for sosialdemokratiet og for oss alle' og mun vera allt í senn 'fascinerende, medrivende, morsomt og trist'.


---
* '
At lave love er ligesom at lave pølser. Man er bedst tjent med ikke at se processen' er tilvitnunin eins og ég heyrði hana. hún er kennd við Ottó von Bismarck og hljómaði eitthvað á þessa leið á upprunamálinu:
'Gesetze sind wie Würste, man sollte besser nicht dabei sein, wenn sie gemacht werden' eða
'Je weniger die Leute darüber wissen, wie Würste und Gesetze gemacht werden, desto besser schlafen sie nachts'.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

hjólað áfram ekkert stopp


þá er vonandi farið að hægja á frjókornaframleiðslunni í Rvk. og nóg komið af hitabylgjum.

nú getur maður loks hrist af sér sumarslenið og byrjað að hjóla aftur og ekki er verra að spara heilan bensínlítra á dag.

föstudagur, ágúst 01, 2008

innipúkadagskrá

Innipúkinn virðist ekki vera aðalnúmerið í bænum þessa helgina.

mér sýnist að bæði Jack-live hátíð Dillons og afmælispartý Organs bjóði upp á betri dagskrá, amk miðað við miðaverð (4000 á Nasa-púkann, 2-3000 á hin giggin).


Nasa - Innipúkinn:

föstudagur og laugardagur (hendi mun ráða uppröðun)
Hjaltalín, FM Belfast, Múgsefjun, Dr.Spock, Hjálmar, Morðingjarnir, Megas og Senuþjófarnir, Benni Hemm Hemm, Grjóthrun í Hólshreppi, Soundspell, Boys in a Band, Dísa, Sprengjuhöllin, Borko og Geir Ólafs

Dillon - Jack live
Friday 1. August
Jeff Who?, Atomstöðinn, Johnny & Rest, Dikta, Shadow parade, Múgsefjun
Saturday 2. August
Leynihljómsveit, Jan Mayen, Mammút, Shadow Parade, Tab 22
Sunday 3. August
Brain Police, Momentum, Severed Crotch, Boys in a band, Morðingjarnir, Hooker Swing, Ten steps away

Organ - afmæli

Cut Chemist - Garðurinn

þetta lag heyrði ég í gegnum portúgalskt-þenkjandi vin.



ath. það fer frekar rólega af stað.