Klovn
minn er búinn að verða sér úti um 4. seríuna af Klovn á DVD - kostaði skid og íngentíng.
það er ekkert vit í því að láta sýningartímana á RÚV stjórna Klovn-áhorfi sínu, fyrir utan að þar á bæ er verið að sýna 2. seríu, á meðan sú 5. er til sýningar í Drottningarinnar Danmörku.
skemmst er frá því að segja að Mia hans Frank er að slá í gegn í þessari seríu, hún er algjört megakvendi, farin að sýna sitt rætna hugarfar svolítið.Frank er auðvitað samur við sig, alltaf að koma sér í þvílík vandræði. eða hver læsir sig inní apabúri yfir nótt með g-streng ókunnugrar djammgellu í vasanum, eða skeinir salmonellu-lurt sinn með dönskum fána sem nota átti daginn eftir til að heiðra gamlan hermann? tala ekki um að verða til þess að stoma-poki ungrar stúlku springur í sundlaug og sitja eftir í lort-mengaðri sundlaug?
enn skemmra er frá því að segja að Casper er eitthvert mesta fúlmenni sem sést hefur lengi á skjánum, í þessari seríu. ég vissi hreinlega ekki hvort ég átti að brosa þegar hann pantaði "H.C. Andersen" leigubíl (Hvid.Chaufor, Andersen= fæddur í DK), af þeirri ástæðu að menn fæddir í Kongó vita ekki hvar Kronprinsessegade er.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli