Hvað er að gerast:

laugardagur, apríl 19, 2008

klipið í smjér

annað hvort fór það fram hjá mér þegar hugtakið smjörklípuaðferð var kynnt til sögunnar eða ég var búinn að gleyma því - a.m.k. mundi ég ekki eftir þessu með köttinn.

en það er heilmikill literatúr til í kring um það.


meðfylgjandi loftbelgsbrandara fékk ég sendan um daginn, ég hafði áður séð hann á ensku, þar sem lögfræðingur var á jörðinni og "skjólstæðingur" í belgnum ... það gekk ekki nógu vel upp.

mun betur tekst til í íslensku þýðingunni þar sem búið er að breyta leikendum í tölvukall og stjórnanda:

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: „Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.“

Konan svaraði: „Þú ert í loftbelg sem svífur í 15 metra hæð, milli 40. og 41. norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. vestlægrar lengdargráðu.“

„Þú hlýtur að vinna við tölvur“, sagði loftbelgsmaðurinn.

„Það geri ég“, svaraði konan, „hvernig vissirðu það?“

„Nú“, svaraði maðurinn, „allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.“

Konan svaraði: „Þú hlýtur að vinna við stjórnun.“

„Já“, sagði maðurinn. „en hvernig vissir þú það?“

„Nú“, sagði konan, „þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar
við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.“



í ensku útgáfunni líkir lögfræðingurinn þeim sem er á jörðinni við skjólstæðing með þessum orðum: "Well," the man replied, "you don't know where you are, or where you are going. You got into your predicament through a lack of planning, and could have avoided it by asking for help before you acted. You expect me to provide an instant remedy. The fact is you are in the exact same position you were in before we met, but now it is somehow my fault."


myndin af stjórnandanum er af slate.com

Engin ummæli: