fáfræðin er synd
"Ef maður væri aðeins ábyrgur fyrir því sem maður gerir sér grein fyrir fengju vitleysingarnir fyrirgefningu synda sinna fyrirfram. En, Fleischman minn, maðurinn á að vita. Maðurinn ber ábyrgð á eigin fáfræði. Fáfræðin er synd. Þess vegna getur ekkert veitt þér syndaaflausn, og ég lýsi því yfir að þú hagir þér eins og durtur gagnvart konum, jafnvel þótt þú þrætir fyrir það."
- Hlálegar ástir (Směšné lásky / Laughable Loves) 1969 í þýðingu Friðriks Rafnssonar frá 2002.
ég er að lesa mína fyrstu íslenskuþýdda Kundera bók og hún fer ágætlega í mig.
mig grunar að Friðrik hafi þýtt hana af frönsku en ekki af upprunalega tungumálinu tékknesku, en Kundera hefur skrifað á frönsku síðan 1993 og endurskoðað allar franskar þýðingar á tékknesku verkunum sínum.
Friðrik er búinn að þýða allar bækurnar hans og ég efa að hann sé svo fær á bæði frönsku og tékknesku.
þá á ég heilar 3 bækur eftir og ég held að ég lesi þær frekar í enskri þýðingu eða franskri (þá þarf ég reyndar að læra síðarnefnda tungumálið).
* The Joke (Žert) (1967)
* Laughable Loves (Směšné lásky) (1969)
* The Farewell Waltz (Valčík na rozloučenou) (1972)
* Life Is Elsewhere (Život je jinde) (1973)
* The Book of Laughter and Forgetting (Kniha smíchu a zapomnění) (1978)
* The Unbearable Lightness of Being (Nesnesitelná lehkost bytí) (1984)
* Immortality (Nesmrtelnost) (1990)
* Slowness (La Lenteur) (1993)
* Identity (L'Identité) (1998)
* Ignorance (L'Ignorance) (2000)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli