Hvað er að gerast:

mánudagur, apríl 28, 2008

Silfur Carstens

fráfarandi aðalritstjóri Jótlandspótsins eða (enn eitt) alterego íslensks sjónvarpsmanns?




sunnudagur, apríl 27, 2008

dónalegi Ítalinn

þessi lifandi Maríó bróðir, sem hægt er að sjá tala hér (og fannst í gegnum þennan) lítur út fyrir að vera klassa dóni.

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Klovn

minn er búinn að verða sér úti um 4. seríuna af Klovn á DVD - kostaði skid og íngentíng.

það er ekkert vit í því að láta sýningartímana á RÚV stjórna Klovn-áhorfi sínu, fyrir utan að þar á bæ er verið að sýna 2. seríu, á meðan sú 5. er til sýningar í Drottningarinnar Danmörku.


skemmst er frá því að segja að Mia hans Frank er að slá í gegn í þessari seríu, hún er algjört megakvendi, farin að sýna sitt rætna hugarfar svolítið.Frank er auðvitað samur við sig, alltaf að koma sér í þvílík vandræði. eða hver læsir sig inní apabúri yfir nótt með g-streng ókunnugrar djammgellu í vasanum, eða skeinir salmonellu-lurt sinn með dönskum fána sem nota átti daginn eftir til að heiðra gamlan hermann? tala ekki um að verða til þess að stoma-poki ungrar stúlku springur í sundlaug og sitja eftir í lort-mengaðri sundlaug?

enn skemmra er frá því að segja að Casper er eitthvert mesta fúlmenni sem sést hefur lengi á skjánum, í þessari seríu. ég vissi hreinlega ekki hvort ég átti að brosa þegar hann pantaði "H.C. Andersen" leigubíl (Hvid.Chaufor, Andersen= fæddur í DK), af þeirri ástæðu að menn fæddir í Kongó vita ekki hvar Kronprinsessegade er.

sunnudagur, apríl 20, 2008

loksins þögn?

það var ekki sérstaklega tilkynnt þegar hætt var að flytja Wheaties til Íslands (um það leyti sem við fórum að flytja inn morgunkorn frá EES-svæðinu eingöngu).

en sjálfumhverfing er þó nauðsynleg upp að vissu marki.

blóðgjöf

á þessari bresku vefsíðu er fjallað um topp 10 afsakanir sem fólk gefur fyrir því að gefa ekki blóð og hulunni svipt af nokkrum atriðum sem varða þær afsakanir.

það tekur ekki langan tíma að gefa þennan tæpa hálfpott (pint) af blóði sem við erum öll með aukalega í kerfinu, rétt um hálftíma ef ekki er löng bið, og gjöfin veldur ekki slapp- eða sljóleika líkt og margir halda.

blóðgjöfin hressir ef eitthvað er og stuðlar tvímælalaust að andlegri vellíðan.

Blóðbankinn á Snorrabraut er opinn lengur á þriðjudögum og fimmtudögum, til kl. 19 , en best mun vera að koma milli 8-11 því þá er minnsta traffíkin.

það er súpa í hádeginu en annars er boðið upp á samlokur, kleinur og ýmiskonar gúmmelaði.


myndir: (1) auglýsingaherferð Blóðbankans og Vodafone frá 2005, (2) gömul forsíða upplýsingabæklings Blóðbankans, (3) Ást er ... úr Mbl 29. júní 1986, (4) mynd af blóðsugu úr Mbl 13. október 1993, (5) dönsk áróðursmynd.

heimsending

ég passa mig á því að biðja aldrei um heimsendingu þegar ég panta mér mat og mér finnst satt að segja stórfurðulegt að vera boðin ragnarök í hvert skipti sem ég t.d. panta mér pitsu.

myndin hér að ofan hefur lengi fylgt einu af mínu uppáhalds internet-orðtiltækjum: að rífast við fólk á internetinu er eins og að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra.... sama hver vinnur, þú ert áfram þroskaheftur.

laugardagur, apríl 19, 2008

klipið í smjér

annað hvort fór það fram hjá mér þegar hugtakið smjörklípuaðferð var kynnt til sögunnar eða ég var búinn að gleyma því - a.m.k. mundi ég ekki eftir þessu með köttinn.

en það er heilmikill literatúr til í kring um það.


meðfylgjandi loftbelgsbrandara fékk ég sendan um daginn, ég hafði áður séð hann á ensku, þar sem lögfræðingur var á jörðinni og "skjólstæðingur" í belgnum ... það gekk ekki nógu vel upp.

mun betur tekst til í íslensku þýðingunni þar sem búið er að breyta leikendum í tölvukall og stjórnanda:

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: „Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.“

Konan svaraði: „Þú ert í loftbelg sem svífur í 15 metra hæð, milli 40. og 41. norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. vestlægrar lengdargráðu.“

„Þú hlýtur að vinna við tölvur“, sagði loftbelgsmaðurinn.

„Það geri ég“, svaraði konan, „hvernig vissirðu það?“

„Nú“, svaraði maðurinn, „allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.“

Konan svaraði: „Þú hlýtur að vinna við stjórnun.“

„Já“, sagði maðurinn. „en hvernig vissir þú það?“

„Nú“, sagði konan, „þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar
við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.“



í ensku útgáfunni líkir lögfræðingurinn þeim sem er á jörðinni við skjólstæðing með þessum orðum: "Well," the man replied, "you don't know where you are, or where you are going. You got into your predicament through a lack of planning, and could have avoided it by asking for help before you acted. You expect me to provide an instant remedy. The fact is you are in the exact same position you were in before we met, but now it is somehow my fault."


myndin af stjórnandanum er af slate.com

fimmtudagur, apríl 17, 2008

böstaður


we caught you naked haraldurs! check the video
sagði í rusltölvupósti sem ég fékk nýverið.

ágætis tilraun verð ég að viðurkenna.

í það minnsta betri en tilboðið um að skoða stærsta rass í heimi sbr. meðfylgjandi mynd.
to luv or not to luv there is the question - ég gæti ekki verið meira sammála.

þriðjudagur, apríl 15, 2008

þriðjudagsgrínið - ein rússnesk

tölvupóstsþriðjudagsgrínið er að þessu sinni í formi gátu (og með svona skemmtilegu letri).

þekkir þú þessa?


Ein vísbending -
Hún er rússnesk!



Gefstu upp?



OK, sjáðu svarið...






laugardagur, apríl 12, 2008

fáfræðin er synd

"Ef maður væri aðeins ábyrgur fyrir því sem maður gerir sér grein fyrir fengju vitleysingarnir fyrirgefningu synda sinna fyrirfram. En, Fleischman minn, maðurinn á að vita. Maðurinn ber ábyrgð á eigin fáfræði. Fáfræðin er synd. Þess vegna getur ekkert veitt þér syndaaflausn, og ég lýsi því yfir að þú hagir þér eins og durtur gagnvart konum, jafnvel þótt þú þrætir fyrir það."

- Hlálegar ástir (Směšné lásky / Laughable Loves) 1969 í þýðingu Friðriks Rafnssonar frá 2002.

ég er að lesa mína fyrstu íslenskuþýdda Kundera bók og hún fer ágætlega í mig.

mig grunar að Friðrik hafi þýtt hana af frönsku en ekki af upprunalega tungumálinu tékknesku, en Kundera hefur skrifað á frönsku síðan 1993 og endurskoðað allar franskar þýðingar á tékknesku verkunum sínum.

Friðrik er búinn að þýða allar bækurnar hans og ég efa að hann sé svo fær á bæði frönsku og tékknesku.

þá á ég heilar 3 bækur eftir og ég held að ég lesi þær frekar í enskri þýðingu eða franskri (þá þarf ég reyndar að læra síðarnefnda tungumálið).
* The Joke (Žert) (1967)
* Laughable Loves (Směšné lásky) (1969)
* The Farewell Waltz (Valčík na rozloučenou) (1972)
* Life Is Elsewhere (Život je jinde) (1973)
* The Book of Laughter and Forgetting (Kniha smíchu a zapomnění) (1978)
* The Unbearable Lightness of Being (Nesnesitelná lehkost bytí) (1984)
* Immortality (Nesmrtelnost) (1990)
* Slowness (La Lenteur) (1993)
* Identity (L'Identité) (1998)
* Ignorance (L'Ignorance) (2000)

mánudagur, apríl 07, 2008

beðið eftir Nick Kersaw

þau eru sögð spila eitthvað sem kallað er indie rokk (þau eru svo indie-pendent að þeir eru á samningi hjá Columbia).

þetta myndband hljómsveitarinnar Ting Tings við lagið Frábær DJ segir mér hins vegar að níundi áratugurinn, 80's, sé að hefja innreið sína enn á ný.

Not my name er ágætasta lagið á mæspeisinu þeirra.
JFK (Jesús Fokking Kristur), nú verður gaman.

bruni í Bláfjöllum

ég var alveg búinn að gleyma því að það væri hægt að sólbrenna á Íslandi í byrjun apríl.

ég var jafnframt búinn að steingleyma því hversu gaman það gat verið að fara á skíði í Bláfjöllum - svo er nýja stólalyftan líka frábær, leðurklæddir stólar!

nú er ég sviðinn í andliti og með bólgna leggi eftir skíðaskóna, mér hlakkar til næst.

þriðjudagur, apríl 01, 2008

athafnir í stað orða


af hverju að ræða hlutina?


discuss,

de-bate

og de-liberate?


að láta ofbjóða okkur, afbeita og affrelsa?

ekki er það nú málefnalegt.


látum verkin tala.

---

PS. ég hefði reyndar ekki samþykkt þessi eldsneytismótmæli hefði ég vitað að þau yrðu svona hávær og truflandi.