Hvað er að gerast:

fimmtudagur, maí 03, 2007

geim over

það var óákveðinn ungur maður sem sumarið 2002 innritaði sig í lagadeild HÍ, eftir að hafa skoðað þær námsbrautir sem í boði voru innan skólans.

ekki datt honum í hug að tæpum fimm árum seinna myndi náminu ljúka, jafnsnögglega og það hófst. með einu pennastriki. einu 'send' í tölvunni.

ca. 42.000 orð, 376 neðanmálsgreinar, 116 bls. af efni, skreyttu með hugtökum á borð við Beweisverwertungsverbot, théorie morale des preuves, probations non sunt coartandae, bevisumiddelbarhedsprincippet, shocks the conscience, överskottsinformation, area ‘par excellance’, rammi laganna, o.s.frv., o.s.frv.
ritgerðin er out of my hands.
allt byrjaði þetta þegar ég fékk loks inn í leikskólann Hálsakot í Seljahverfi. eða var það þegar ég stundaði nám við gæsluvöllinn á Seljabraut?
ehh, það er seinni tíma pæling - ég er farinn að fá mér bjór. maður verður þyrstur af rúmlega 20 ára samfelldri skólagöngu.

10 ummæli:

Mæja tæja sagði...

Æi sorry en maður verður nú bara hálf klökkur af því að lesa þessa færslu eins gleðileg og tíðindin nú eru.

I bet you are gona miss Lögberg!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!!!

"Sko, bara, strákurinn getur lært!"
- Aladdín.

Skál fyrir þér!

h.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta ;)

maria sagði...

Haraldur, til hamingju. Þetta eru gleðifréttir.

Unknown sagði...

Til hamingju Halli minn, drekktu nú einn fyrir okkur sem enn sitjum sveitt á Lögbergi.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju - næsta skref er að komast yfir nagandi samviskubitið yfir að vera ekki að skrifa ritgerð eða læra fyrir próf. Tekur svona hálft ár að minnsta kosti.

Guðmundur Þórir sagði...

Til hamingju bróðir sæll. Skal gefa þér bjór við tækifæri:)

Marghuga sagði...

Til Hamingju Halli minn. Þú ert löffa snilli með meiru. Það var ágætt að ég náði ekki almennunni á sínum tíma, annars væri ég núna ógeðslega öfundsjúk yfir því hve klár þú ert. Í staðinn samgleðst ég þér ;) Skál!
Maggamarghuga

Halli sagði...

þakka ykkur kærlega fyrir.

þetta kom nú allt með kalda vatninu ~_~