Hvað er að gerast:

mánudagur, desember 31, 2007

vil kaupa von!


við Goggi Michael eigum sama afmælisdag og báðir erum við hrakfallabálkar þegar kemur að jólagjöfum.

á hverju ári syngur hann í útvarpinu um að á síðustu jólum hafi hann gefið hjarta sitt einhverjum sem henti því burt daginn eftir, blessaður ræfillinn.

þessi jólin, í stað þess að gefa bækur, nál og tvinna, langaði mig að gera eins og í Teach the world to sing laginu, mér

langað’að kaupa heiminum von,
og skreyta hana ást,
rækta eplatré og hunangsflugur
og hvítar turtildúfur.

en svo fletti ég upp textanum, og sá að hann segir

I'd like to build the world a home

en ekki buy the world a hope :P amk ekki skv. öllum textasíðum á netinu.

svona er maður kapítalískur. von fyrir mér er eitthvað sem hægt er að kaupa, helst fyrir pening, rétt eins og hægt er að kaupa frið, réttlæti og jöfnuð.

"Ahh, peace throughout the land" - do you take Visa?

von er hægt að meta til fjár, rétt eins og lágmarksframfærslu og lágmarkshamingju, rétt eins og lífið.

takk Coca-Cola, þú vannst.

(ég heyri ennþá buy the world a hom(p)e - í öllum 3 útgáfunum á jútjúb)

fimmtudagur, desember 27, 2007

Hemicycle byggingin, Fort Thüngen í Lúx

vinnustaðurinn góði - central Júrópían.
byggingin sem ég fékk að vinna í frá september fram í miðjan desember var upphaflega tilraun Lúxemborgar til þess að hreppa Evrópuþingið 'back in the days' - en þingsalurinn væri í dag varla nógu stór til þess.
Designed by the architect Pierre Bohler, the Debating Chamber of the European Parliament, situated on the rue du Fort Thüngen in Luxembourg, was formally opened in 1979 as a venue for the holding of plenary sittings until 1981.

skrifstofan í Lúxemborg þá og nú

kjallinn er kominn með netið í hjallann, myndir upphalaðar frá síðustu dögunum í Lúx og Brúx.

hér beint fyrir neðan er myndin sem kráka tók út um skrifstofugluggann í júní 2007, þegar hún var þar, og svo önnur sem ég tók í desember sama ár þegar minn tími var næstum liðinn.sígræna tréð hægra megin á myndinni var ekki að gera góða hluti (þangað til ég færði skrifborðið)bara til að koma því að, þá rigndi aaallan desembermánuð, milli þess sem það var blindaþoka.

miðvikudagur, desember 12, 2007

Jésúm var ekki umskorinn frekar en ég






hjálpaðu mér Stefán Einar, hjálpaðu mér Akureyrarprestur!
ég er að drepast úr helvítis umburðalyndi (ojjjj ...)

ég verð, eins og sumir, líka, að kveinka mér yfir því að þrátt fyrir að hafa átt (og eiga) foreldra sem voru (og eru)

"kristilegir [einnig mjög búddalegir og mússalegir] og kærleiksríkir og legðu mikla [en alls ekki of mikla] áherslu á gæskufulla innrætingu [illt innræti er líka gott í hófi] þá snerist bóklesturinn [hjá mér í æsku] frekar um Línu Langsokk [og Mikka Mús og Gagn og Gaman] en Jesú Krist [og Egil Skallagrímsson og Joseph K.]."
þar að auki, og enn fremur, reyndi hvorugur grunskólinn sem ég gekk í að boða mér neina trú þegar ég var barn!

æ mig aumann, að hafa haft prest sem lét börnin koma til sín - hvar var hann þegar ég var óharðnaður unglingur, áhrifagjarn og vitlaus?

aahhh, hreinsunareldurinn brennur ... cssssstcsh
myndirnar eru úr dagatali RyanAir 2008 - af öryggisvörðum háloftanna.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Lowe Hewitt

mér finnst Jennifer bara flottari ef eittvað er með smá kjöt á beinunum, og hún þyrfti satt best að segja að afmyndast ansi hressilega af fitu til þess að verða ófríð.

það er eitthvað við hana, ég uppgötvaði það þegar við vorum saman í endurgerð myndarinnar Lost in Space (reyndar sitthvorumegin við bíótjaldið).

hún er ein af þeim sem vissi ekki hvað hún var heppin...
þetta Coke vs. Pepsí próf hér að ofan fékk ég sent frá góðum vini mínum rétt í þessu - hann var að leita eftir mynd af Mr. Proper hreingerningarúðanum (ég er að þrífa sjáðu til).

ég verð að segja Pepsí, þótt Kókið virðist kannski bragðmeira.
fékk svo á sama tíma senda þessa dönsku sjónvarpsauglýsingu úr öryggisbransanum, frá góðum fjölskyldumeðlimi - krúttleg.


PS.
note to self and others: flug FI 205, kl. 15.30 á KEF, sunnud. 16. desember.

(verð líka til taks á Kastrup flugvelli milli 11.55 og 13.20 á staðartíma.)

myndbandið við Destination Unknown (þett'er video remix) með Kristalvatni er mega sexý - ekki fyrir þá sem eru a priori á móti listrænni erótík, fyrir það eitt að vera æsandi (þoli ekki svoleiðis fólk, ekki frekar fólk sem opnar aldrei glugga heima hjá sér).

mánudagur, desember 10, 2007

þeim er ég verstur sem mér þykir bestur

já! eftir vinnu var skundað til Tríer í lest, til að skoða jólamarkaðinn - að vera í Lúx í desember án þess að kíkja þangað er eins og að vera í París án þess að tékka á Sigurboganum.

rosalega er ég líka hrifinn af bindingsverkshúsum.

föruneytið var yndisleg fjölskylda vinnufélaga míns, sem sá aum á mér og bauð mér að fylgja þeim - milli okkar 5 voru töluð jafnmörg tungumál, íslenska, enska, franska, þýska, og gott ef letzembürgiska var ekki einhversstaðar inn á milli.að sjálfsögðu var drukkið Glühwein, og vúú það var sterkt - miklu sterkara en það sem er selt hér - og úff hvað þýska jólaglöggið er framar því skandinavíska og íslenska.
útþynnt sykursull, segi ég og skrifa.

(það kom í svona stígvélaglösum eins og á myndinni fyrir neðan, stúlkuna þekki ég ekki)ég tók myndir en hef engan kubb, sönnunargögnin verða sett á þessa síðu við heimkomu, detti ég ekki í netleiða - þær sem hér fylgja eru af inter netinu."þið verðið að trú'okkur við segjum það satt ..."

þetta var brilljant, betra verður en hér í bankaborg (það er búið að rigna evrópskri rigningu í allan desember!), og stemmari!

***

í lestinni las ég í Hotel du Lac, og hún hefur sitthvað til síns máls finnst mér, rithöfundurinn, þegar aðalpersónan segist dæma konur harðar, því hún skilur þær - í það minnsta mun betur en karla.

sjálfur dæmi ég gillsíniggara, franska metrólúða, útlenska hurðaopnandi graðnagla, gígalóa, ístrukarla og sjálfskipaða aumingja mun harðar en trukkakellingar, spánverjamellur (og mellur almennt), feitabollur, konur sem fatta mig ekki (84%) og heimskar og/eða geðíveikar konur.

ég get sett mig í spor þeirra fyrrnefndu og séð fyrir mér hvernig ég myndi koma lífinu á réttan kjöl og hætta í sólbaðsstofunum, smástelpunum, "töffara"skapnum og typpabílunum, en á stundum erfiðara með að ímynda mér hvað er að gerast í hausnum á konum með aumingjum og öðrum furðulegum kvenskepnum.

hollt fyrir sálin

samkvæmt norska persónuleikaprófinu Hver ertu eiginlega, er mottóið sem best á við mig "Ef það er ekki hollt fyrir líkamann, þá er það hollt fyrir sálina" (n. Er det ikke sundt for kroppen er det sundt for sjela!).

¨kaffi er þó bæði held ég, mmmmm kaffi.nú rennur í hönd síðasta vinnuvikan hjá Leynistofnuninni í Lúx, brottfarardagur er næstkomandi sunnudagur, 16. des.

margs á ég eftir að sakna héðan, þ.á m. kaffivélarinnar Lavazza Espresso Point, hún er mikið nammi.

líklega er hún þó með þeim óumhverfisvænustu, því espresso-baunirnar eru formalaðar og forþjappaðar í litlar plastpillur, sem koma 2 í pakka.

forþjappaðar espressopillur og kaffipokar virðast reyndar vera framtíðin, a.m.k. virðast þessar Nespresso vélar vera að tröllríða öllu hér í BeNeLux, sjá George Clooney augl. á Jútjúb.


fimmtudagur, desember 06, 2007

nú liggja danskar konur ...

"Snart kan kvinder, der ikke har lyst til sex, spise en pille, der vil gøre dem kåde."
segir á Avísen.dk.Ríkisspítalinn danski ku vera að leita að sjálfboðaliðum til að prufa þessa nýju pillu.ég held að það þurfi að huga að því strax að aðlaga kynferðisbrotaákvæði hegningarlaganna að þessu framtíðarlyfi, og hugsanlegri misnotkun þess:
196. gr. orðist svo:
"Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að hann sé kátur eða er í þeirri villu að hann vilji eiga mök við einhvern skal sæta fangelsi allt að 6 árum."

miðvikudagur, desember 05, 2007

miðmyndarsagnir


fyndið að hægt sé að flytjast og flytja; á meðan aðeins er hægt að ferðast, en ekki ferða.

ég flutti mig um set, en gat aldrei ferðað mig þaðan.

þó gat ég ferðast mikið eftir að ég fluttist búferlaflutningum.

það er erfitt að ætla að gera allt í germynd, það ótta ég.

þessi brandari er kannski ekki alveg að heppna?


(miðmynd: Gerandinn kemur ekki fram, eitthvað gerist af sjálfu sér. Stundum er gerandinn og þolandinn sami aðilinn. Nokkrar sagnir eru aðeins til í miðmynd og kallast þær miðmyndarsagnir, t.d. ferðast, óttast, heppnast, skjátlast.)

þriðjudagur, desember 04, 2007

allir að ljúga, flestir að ljúga, enginn að ljúga ..

hvernig skyldi typpahópur femínistafélagsins hafa þýtt "most women" ... æ þetta kemur ekki nógu vel út í íslensku útgáfunni.

fleiri póstkort í upprunalegu útgáfunni á http://truthaboutrape.co.uk/

ég hef reyndar aldrei skilið hugsunina á bak við að stofna sérstakan hóp innan félaga eða starfsgreina, í kring um eitt kynið.

samtök kvenna í atvinnurekstri, kvenfélag Framsóknarflokksins o.s.frv. - segir nú bara eitthvað um höfuðsamtökin, ef ákveðinn hópur þarf að mynda sérstaka sellu utan um sjálfan sig.

samtök vinstri manna í Sjálfstæðisflokknum myndi ég skilja, en ég skil ekki hvað er að félagsskap sem neyðir hluta meðlima sinna til að grúppast saman eftir kynfærum.

þá hundi er boðin heil kaka

tilskilin og tilskylin.
það fyrra skilar 45 900 niðurstöðum í Gúgl.
það seinna 143 niðurstöðum, enda augljóslega rangt og ljótt.

en

að því tilskildu og að því tilskyldu.

hér erum við að tala um 40 400 og 18 400 niðurstöður.

sé orðunum gúglað saman koma 235 niðurstöður, margar hverjar síður opinberra aðila, þar sem orðin eru notuð hvist og bast.

í einum stjórnsýsluúrskurði Menntamálaráðuneytisins frá 1998 segir t.d.:
"Varðandi breytingar innanhúss fellst nefndin á grisjun bekkja [...], að því tilskildu að sömu bekkir séu notaðir áfram óbreyttir og óstyttir."
og
"Af bréfinu má einnig ráða að húsafriðunarnefnd taldi að sem minnst röskun yrði á útliti kirkjunnar með því að heimila grisjun bekkjanna að því tilskyldu að sömu bekkir yrðu notaðir áfram óstyttir."

kannski bæði orðin geti átt rétt á sér, ég skal ekki segja - til þess sé skylt, ekki síður en að til þess sé það skilyrði - en að nota þau í algjörlega sömu merkingu, í ráðuneyti menntamála?

m.a.s. Baggalútur notar orðið þrisvar sinnum með y, á móti 12 skiptum með i.

Vísindavefurinn einu sinni með y, á móti 7 skiptum með i.

hér þarf að fara fram grisjun!

mánudagur, desember 03, 2007

fimmta frelsið



frjálst fjör launþega er augljós viðbót við fjórfrelsið góða.






ég væri mikið til í að rita niður nokkur orð um Belgíuförina, en ég finn ekki snúruna fyrir myndavélina.