vil kaupa von!
við Goggi Michael eigum sama afmælisdag og báðir erum við hrakfallabálkar þegar kemur að jólagjöfum.
á hverju ári syngur hann í útvarpinu um að á síðustu jólum hafi hann gefið hjarta sitt einhverjum sem henti því burt daginn eftir, blessaður ræfillinn.
þessi jólin, í stað þess að gefa bækur, nál og tvinna, langaði mig að gera eins og í Teach the world to sing laginu, mér
langað’að kaupa heiminum von,
og skreyta hana ást,
rækta eplatré og hunangsflugur
og hvítar turtildúfur.
en svo fletti ég upp textanum, og sá að hann segir
I'd like to build the world a home
en ekki buy the world a hope :P amk ekki skv. öllum textasíðum á netinu.
svona er maður kapítalískur. von fyrir mér er eitthvað sem hægt er að kaupa, helst fyrir pening, rétt eins og hægt er að kaupa frið, réttlæti og jöfnuð.
"Ahh, peace throughout the land" - do you take Visa?
von er hægt að meta til fjár, rétt eins og lágmarksframfærslu og lágmarkshamingju, rétt eins og lífið.
takk Coca-Cola, þú vannst.
(ég heyri ennþá buy the world a hom(p)e - í öllum 3 útgáfunum á jútjúb)