Hvað er að gerast:

mánudagur, mars 13, 2006

Keila, skíði o.fl.


var boðið að koma með til Branisov síðustu helgi, þar sem tutorinn þeirra TJ (f. miðju) og Aaro (hægri) á heima. stefnan tekin á keilu á föstud., og skíði á laugardegi. Branisov er rosalega mikill smábær, rétt hjá Nýja-Bæ (Nové Mésto), sem telur 10.000 íbúa og er þungamiðja svæðisins, með klúbbum o.fl.

það eru að mér skilst um 10 bæir sem heita Nove Mesto í Tékklandi, en þessi heitir Nove Mesto na Morave (í Móravíu, þeim hluta landsins sem Brno er í - Prag er í Bóhemíu).

gæjinn vinstra meginn er einhver local hass-haus :)

þarna erum við TJ með kærasta Kötku, tutorsins. neii, ég þarf ekki að fara í klippingu.













Aaro kann ekki að spila keilu, hann spilaði eins og þroskaheft gamalmenni.













ég að útskýra f. Aaro út á hvað þetta gangi: "sko, þú átt ekki að reyna að brjóta gólfið, heldur láta kúluna renna, og ná keilunum".
 Posted by Picasa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bleleleleleleeeee
Ég var að reyna að finna e-mail addressu á þessari síðu en fann ekki svo að ég verð bara að skrifa í comment. Auðvitað treður maður sér í sjónvarpið þegar maður getur. Svo kom líka risa mynd í Mogganum af okkur Arnari Jenssyni yfirlögregluþjóni í hrókasamræðum í dómsalnum.
Heyrðu, þú ert örugglega búinn að heyra af Jóa - orðinn tveggja barna faðir (stelpur).
Farðu varlega í ruglinu þarna úti - litháíska mafían er víða segja þeir.
Blelelelelele

Halli sagði...

maður er orðinn vanur því að sjá kallinn út um allar trissur, hátindurinn var nottla réttur er settur ;)

já auðvitað, blessaður ránfuglinn búinn að unga út. nennir einhver að gefa honum hi-five frá mér?

Nafnlaus sagði...

Will do