Hvað er að gerast:

laugardagur, mars 18, 2006

A je to

 
 



Daglegt amstur er farið að taka á sig einverja eðlilega mynd. Mánudagar og miðvikudagar eru partýdagar, en óljósara með fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Alltof oft sem maður þarf að læra, vitandi af einverju svaka djammi.

Búinn að tala mikið við herbergisfélagann, um heim og geima. Til að mynda er ástæðan fyrir því að hann má ekki borða svínakjöt sú að svín borða á sér kúkinn. Svo komst ég að því í gegnum vin minn sem býr líka með múslima, að 2 lítra vatnsflaskan sem er á klósettinu er ekki til að svala þorstanum þegar maður er að kúka (ekki það að ég hafi látið mér detta það í hug) - heldur til að þrífa á sér typpið. Einmitt.

Hvaðsemþvílíður, ég komst í samband við stelpu frá Slvóvakíu sem hefur alveg óeðlilega mikinn áhuga á íslenskri tónlist, einkum "jaðartónlist". Auðvitað átti hún allt með Sigurrós, böns með Apparat OQ, BangGang, etc. Held hún eigi meira af íslenskri tónlist en ég. Við erum búin að finna alveg böns af tónum og videoum, en samt þyrftum við að gera betur. Þannig að ef einhver ykkar getur nálgast tónlist með eftirfarandi listamönnum, væruð þið etv til í að senda hana á mig (5-6 lög með hverjum, eða bara meira - haraldurs@gmail punktur com): 7oi ... kippi kaninus ... kira kira ... ampop ... amina ... Siggi Ármann ...
Henni fannst það ótrúlegt að Klaufabárðarnir (A je to) væru heimsfrægir á Íslandi, en ég sagði henni að þeir væru stærri en Björk - er það ekki rétt?


Annars hefur gleymst að láta vorið vita að það eigi að vera löngu komið hingað til Brrrrrno. Ennþá helvítis snjór og kuldi. En sá hlær best ... Posted by Picasa

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svalt ! Það er hægt að dánlóda Klaufabárðana á torrentspy!

En já ég gleymdi alltaf að segja þér - ég hef verið að stunda tíma í vetur með herra Helga Nonnabita... Hann mundi meira að segja eftir mér svona fyrir rest þegar við vorum að reyna að komast að því hvaðan við könnuðumst við hvort annað..

Magga

Valborg Steingrímsdóttir sagði...

Segðu henni til að byrja með að amina sé leiðinleg.. bara þótt Ísland sé "inn" og tónlist sé frá Íslandi þá þýðir það ekki ERGÓ: allt væl frá Íslandi er gott. Ókei.

Halli sagði...

4 the record, þá er ég að skrifa þetta svar kl. hálfníu á föstudagskveldi, þar hafiði það sem haldið að ég sé alltaf.

Valborg, ég veit að þú segir henni það sjálf næst þegar þú talar við hana ;)
Sama með Múm, mér finnst þau ekkert spes .. en henni finnst samt allt skrýtið frá Íslandi þess virði að hlusta á!


Maggie, mér þykir mjög leiðinlegt að hafa komið þér í kynni við Helga Rafn, þann helv%$# nei djók, skiluru.

Nafnlaus sagði...

Þú getur fundið helling af íslenskri tónlist á myspace held ég. Ég er reyndar ekki snilligur í að finna svona.