Hvað er að gerast:

mánudagur, mars 27, 2006

búinn að reyna 3svar að koma þessum myndum inn síðustu daga. þetta er semsagt útsýnið úr A3, miklu betra en mitt (sé bara A2 úr minni íbúð, og garðinn f. neðan). sé litið í hina áttina sést hins vegar bara brún borg. sumarið er reyndar komið núna, allur snjór farinn, en þessi mynd var tekin fyrir um 10 dögum.














svona byrja sum kvöldin. eitthvað fólk safnast saman, einhver opnar hvítvínsflösku eða 3 bjóra sem hann var með á sér (hóst). 2 hollendingar og Rebekka BNA. fyrir neðan eru Kate Aussie og Emilie Hollandi.


















en í dag er mánudagur. margir rassmusarnir eru ekki í tímum á þriðjudögum, þ.á m. ég. Af þeim sökum hafa mánudagar orðið þemadagar. höfum þegar tekið Absinth-þema og Screwdriver-þema. í dag verður jello-shot/pajamas þema, en reyndar verður innflutningpartý í gangi á sama tíma.
næstu mánudagar hafa einnig verið gróflega skipulagðir. hæst ber að nefna jóla-þema (verður þá aðallega súpað á Becherovka, sem "bragðast eins og jólin") og pink-panties-remover-þema (einhver drykkur sem heir þessu skemmtilega nafni - áreiðanlega Southern Comfort í því - blikkblikk).

kom frá Suður Bóhemíu í gær heimsóttum 6 frægar gamlar borgir þ.á m. Cesky Budejovice (þaðan sem Budvar kemur), gistum í Cesky Krumlov. skítaveður og eeeendalaust af kirkjum og kastölum, ágætis ferð samt. maður þyrfti að fara að herða tökin á öllum þessum blessuðu ritgerðum samt. hef verið alltof duglegur að ferðast og hanga, og þegar ég hef frítíma finnst mér miklu skemmtilegra að lesa bækurnar mínar skemmtilegu. hef síðan ég kom keypt eftirfarandi bókmenntaverk:
- Lísa í Undralandi og framhaldið Through the Looking Glass, á bæði tékknesku og ensku (bilingual).
- Fast Food Nation, bók sem skv. kápunni átti að gera mig afhuga skyndibitum. virkaði ekki.
- The Trial, America og The Castle e. Kafka, allar í sömu bók.
- Vernon God Little, e. DBC Pierce.


- Inbearable Lightness of Being e. Milan Kundera (fæddist hér í Brno), eftir að hafa lesið bókina hans Immortality, sem Valborg lánaði mér sem skilnaðargjöf (takk Vallý McBabyBeal ;) Posted by Picasa

þriðjudagur, mars 21, 2006

síðan var farið á barinn. þarna er Kate frá Ástralíu, við hliðina á henni er Michael flat-Þjóðverji. þið þekkið kannski Nate úr Scream-myndunum, og við hliðina á honum er annar ameríkani, Doug, hann er þarna að hugsa.















búinn að fara í klippingu!

















Daniel germani og Molly malý.
 Posted by Picasa

laugardagur, mars 18, 2006

A je to

 
 



Daglegt amstur er farið að taka á sig einverja eðlilega mynd. Mánudagar og miðvikudagar eru partýdagar, en óljósara með fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Alltof oft sem maður þarf að læra, vitandi af einverju svaka djammi.

Búinn að tala mikið við herbergisfélagann, um heim og geima. Til að mynda er ástæðan fyrir því að hann má ekki borða svínakjöt sú að svín borða á sér kúkinn. Svo komst ég að því í gegnum vin minn sem býr líka með múslima, að 2 lítra vatnsflaskan sem er á klósettinu er ekki til að svala þorstanum þegar maður er að kúka (ekki það að ég hafi látið mér detta það í hug) - heldur til að þrífa á sér typpið. Einmitt.

Hvaðsemþvílíður, ég komst í samband við stelpu frá Slvóvakíu sem hefur alveg óeðlilega mikinn áhuga á íslenskri tónlist, einkum "jaðartónlist". Auðvitað átti hún allt með Sigurrós, böns með Apparat OQ, BangGang, etc. Held hún eigi meira af íslenskri tónlist en ég. Við erum búin að finna alveg böns af tónum og videoum, en samt þyrftum við að gera betur. Þannig að ef einhver ykkar getur nálgast tónlist með eftirfarandi listamönnum, væruð þið etv til í að senda hana á mig (5-6 lög með hverjum, eða bara meira - haraldurs@gmail punktur com): 7oi ... kippi kaninus ... kira kira ... ampop ... amina ... Siggi Ármann ...
Henni fannst það ótrúlegt að Klaufabárðarnir (A je to) væru heimsfrægir á Íslandi, en ég sagði henni að þeir væru stærri en Björk - er það ekki rétt?


Annars hefur gleymst að láta vorið vita að það eigi að vera löngu komið hingað til Brrrrrno. Ennþá helvítis snjór og kuldi. En sá hlær best ... Posted by Picasa

mánudagur, mars 13, 2006

Keila, skíði o.fl.


var boðið að koma með til Branisov síðustu helgi, þar sem tutorinn þeirra TJ (f. miðju) og Aaro (hægri) á heima. stefnan tekin á keilu á föstud., og skíði á laugardegi. Branisov er rosalega mikill smábær, rétt hjá Nýja-Bæ (Nové Mésto), sem telur 10.000 íbúa og er þungamiðja svæðisins, með klúbbum o.fl.

það eru að mér skilst um 10 bæir sem heita Nove Mesto í Tékklandi, en þessi heitir Nove Mesto na Morave (í Móravíu, þeim hluta landsins sem Brno er í - Prag er í Bóhemíu).

gæjinn vinstra meginn er einhver local hass-haus :)

þarna erum við TJ með kærasta Kötku, tutorsins. neii, ég þarf ekki að fara í klippingu.













Aaro kann ekki að spila keilu, hann spilaði eins og þroskaheft gamalmenni.













ég að útskýra f. Aaro út á hvað þetta gangi: "sko, þú átt ekki að reyna að brjóta gólfið, heldur láta kúluna renna, og ná keilunum".
 Posted by Picasa

á þessum tímapunkti hélt ég mig hafa unnið keiluna.













Katka vissi að ég hefði unnið.












haldiði að melurinn hann Aaro hafi ekki unnið, með því að bomba alltaf fjárans kúlunni í brautina (hann er sko gamall curling-spilari).
















kærastinn hennar Kötku, T.J. og Aaro. Posted by Picasa

fyrir framan sjoppuna: hundur, stór.






Bærinn þar sem skíðabrekkan var. heitir Zaslovabalala (man það ekki alveg).










Aaro og Katka.














Aaro vinstra megin og svo ótrúlega svalur gaur ....´´´nei, úbbs þetta er ég, haha. Posted by Picasa

Dæmigerður dagur

hér gefur að líta böns af Finnum, að horfa á íshokkýúrslitin í Tórínó. farið var á sportsbar, og byrjað að drekka um 2 leytið.














eftir mat og fleira er haldið á Club 21, sem er Non-Stop (alltaf opinn), og selur ódýran bjór. á myndinni eru ásamt mér Molly og Aaro, og sá síðarnefndi farinn að verða svoldið þreifinn.









ekki má gleyma að fara á klúbb. þessi mynd er tekin á Livingstone, sem er ágætur þrátt fyrir að vera fullur af tékkum, og þroskahefta plötusnúða.














loks klukkan 12 eða 1 eða 2 eða 3 ... er farið í næturstrætó nr. 95X. Molly er af skandinaviskum uppruna og hefur talsvert úthald, en Erika, hægra megin er enn í þjálfun. Posted by Picasa



fólkið hérna er skemmtilegt, þótt það séu kannski ekki margir sem jafnast á við þetta Nordicka Veka lið: Dæmi 1 og 2