Hvað er að gerast:

mánudagur, febrúar 20, 2006

Til hamingju Brno

búinn að vera í brno í 22 daga.

fyrstu 3 dagarnir fóru í að jafna sig á ofsakuldanum, venjast bjórverðinu og læra að rata. stebbi var hérna með mér, og er núna kallaður king of room af brno-búum (room er viðbjóðslegt tékkneskt rommsull).

síðan tók við að flytja inn í Vinarska, sem er kommúnistablokka-komplex stutt frá miðbænum. bý hérna með manni frá miðausturlöndum, sem biður á litla teppinu sínu hérna við hliðina á mér nokkrum sinnum á dag. hann kaupir ekki danskar vörur, og líst ekkert alltof vel á að ég yfir höfuð drekki, en það verður bara að hafa það. æg ætla samt að virða þá ósk hans að elda ekki svínakjöt á hans pönnum, því ég vil ekki að hann sprengi sig í loft upp.

svo tók við introduction week, með allskyns brölti. fór til þýskalands 8. til 13. feb, heidelberg er kúl borg, svoldið lík köben.

hér í blokk A1 í Vinarska eru aðallega útlendingar. rosa vinsælt hjá múslurum að koma hingað og læra læknisfræði, á móti mér býr írani og hér í íbúðinni eru haldnir margir sellu-fundir. ég heng þó aðallega með rassmussum og nokkrum tékkum. þjóðverjarnir eru fínir, nokkrir af ameríkönunum líka, þau eru flest frá oklahoma. tveir ágætis finnar, og svo hollensk stelpa sem ég kalla Valborgu.


nokkrir fínir klúbbar hérna, enda þótt það kosti stundum 50 til hundrað kr. inn, og bjórinn fari allt uppí 100 kall (kostar 15 kr. í búð ef maður skilar glerinu). tékkar tala ekki ensku. það er helst unga fólkið, sem var duglegt í enskutímum (þegar þeir byrjuðu aftur 1989) sem getur talað við mann. en ég kann að segja vinsamlegast, þarna, já, ok takk - á tékknesku. maður bara bendir, talar íslensku/ensku/tékknesku.


gjaldmiðillinn hér er koruny (Kz). Ein koruna er 2,6 krónur.
mcOstborgari og kók: 39 Kz
0,5 l. kók: 17 Kz
prins póló: 3,5 Kz
tram / Strætófargjald: 8 Kz
döner: 39 Kz
lítil brauð sem allir kaupa: 1,6 Kz

.... þetta er svona beisikkið. veðrið er alltílagi, http://weather.cnn.com/weather/forecast.jsp?locCode=LKBR


veit ekki hvort ég nenni að blogga um þetta daglega amstur. læt kannski bara vita af mér við og við, og set inn myndir.


jaksematé,

1 ummæli:

Lesstofudvergurinn sagði...

Núna er ég ánægð með þig Halli litli! Það verður gaman að fylgjast með ævintýrum þínum þarna ytra, þótt ekki verði daglega. Vertu duglegur að tjékka (hahahaah) þig inn frá Tékklandi, þó ekki sé nema með myndum. A picture is worth a 1000 words you see ;)
Miss you darling,
Dvergurinn