á endanum, eftir að einn af fire-starterunum hafði pissað svolítið á eldinn, komu starfsmennirnir með slöngu, og fóru að sprauta á eldinn. mínir menn byrjuðu að sjálfsögðu að reyna að sparka í og hrækja á gæjana með slönguna, þannig að það var bara sprautað á þá.
þetta var annars fínn leikur, jaftefli 1:1, svolítið kalt, en góðar pulsur og bjórinn á þokkalegu verði, 23 Kz.
það þykir mjög eðlilegt að vera með læti á íþróttaviðburðum. á íshokkíleik í gær fór t.d. einn áhorfendanna inná ísinn og fór að berja dómarann. honum var bara vísað aftur í sætið sitt og leiknum haldið áfram :P
... minni ykkur á að byrja á neðstu færslunni í dag, til að fá alla söguna. bið að heilsa.
Hvað er að gerast:
laugardagur, febrúar 25, 2006
þetta er eiginlega í öfugri röð, þar sem ég get bara sett inn fjórar myndir í einu enn sem komið er.
hér eru vallarstarfsmenn að reyna að slökkva eldinn, en gaurarnir eru að halda hliðinu föstu svo þeir komist ekki til að gera það.
loks hleyptu þeir einum gæja inn, en hann gerði nú ekki mikið.
...
"þið komið skoekki hingað helvítin ykkar"
það má semsagt ekki koma með áfengi eða hluti sem hægt er að kasta inn á völlinn, inn á leiki. hinsvegar eru flugeldar og blys meira en velkomnir. í fjarska eru Pragverjar, innilokaðir í búri.
gæjarnir í stúkunni við hliðina fóru að brenna rusl.
úr varð ágætis eldur, sem m.a. náði til 2 plastsæta. lyktin var góð.
áfram strákar, þið getið þetta.
fleiri myndir og etv einhverjar sögur
hér gefur að líta megnið af búsáhöldunum mínum. vatnshitari til að sjóða vatn, ílát fyrir túnfiskasalatið mitt og litlu sætu brauðin sem kosta 1,5 Kz (Korunan var að hækka uppí 2,8 ísl.kr.- helvítis krónan)
hér er útsýnið þegar gengið er inn í íbúðina. klósetthurð og eldhús til vinstri, svalahurðin þarna útí enda.
María á góðum degi, eftir að við fórum í fyrsta lögfræðitímann.
hér er kallinn mættur á fótboltaleik, FC Brno gegn Sparta Prag. Þetta eru Hollendingar sem eru hér bara til þess að skrifa lokaverkefnin sín, einmitt. í bakgrunni má sjá bandvitlausa áhorfendur Brno, sem áttu eftir að gera allt vitlaust
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Erfiður miðvikudagur
Dagurinn byrjaði með því að ég fór með Maríu og Marcusi í kennslustund. hún gekk vel, skemmtilegt að hafa 2 samnemendur og einn kennara, og við erum öll jafn léleg í ensku. kennarin mundi eftir mér frá því ég kom í heimsókn f. 2 árum, tók í höndina á Marcus og sagði you are Haraldur? í mötuneytinu í Nýja-Lögbergi er bjórinn seldur á 10 Kz, sem er næstum sama verð og út í búð. svo fórum við María á living, sem er sport bar, og pöntuðum borð fyrir 8 fyrir undanúrslitin í íshokkíinu á ólympíuleikunum, fyrir föstudag.
eftir að við komum heim var klukkan orðin margt og bara tími f. einn bjór áður en við fórum á fyrsta country presentationið fyrir þesa önn. nú voru það tékkland og slóvakia sem kynntu sig, og ohhh boy voru þessir krakkar að skíta í brækur. spiluðu fyrir okkur þjóðsöngvana sína, dönsuðu eins og fífl og spiluðu gömul kommunistastef. ég lærði líka nýtt saying: you can tell a lot about a country by their toilets - tékkneskt beint í æð.
talaði betur við frk. Bubbles frá Oklahoma, sem heitir víst Taliana. held ég hafi fundið dezu þar, og sagði henni það. hún ætlar að ferðast um alla evrópu ein þessa önn, því hún vill ekki hafa annað fólk í kringum sig sem dregur sig niður ... haha, ég sagði henni að hun hefði rangt fyrir sér :) samt auðvitað á mjög elegant hátt, eins og mér er lagið.
spilaði ég fussball lengi lengi, milli þess sem ég þottist dansa á þessum skemmtistað sem heitir Mix, og er eini staðurinn í bænum sem er með turn-table (það eru btw 400 barir í Brno, sem telur 400 000 íbúa). svona er týpískur dagur, vaknað, reynt að gera eitthvað sniðugt eða praktískt, farið á barinn með e-m hópi og etv reynt að kynnast fleira fólki. hér tala flestir rassmussarnir small talks ensku, maður er orðin mjög góður í henni.
á morgun er ammælispartý hjá erika the amarican, hún og valborg búa saman og ég spanderaði 120 kr. isl. í hvítvínsflösku fyrir hana. hún verður nebblega nógu gömul til að drekka á morgun, þ.e. i ameríku.
jæja sakna ykkar þarna heima. er samt að reyna að finna tímabundna staðgengla, læt ykkur vita ;)
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Fleiri myndir!!
farið var á íshokkýleik, Brno Kometas á móti einhverjum vitleysingum. Kostaði heilar 60 Kz inn, bjórinn kostaði 20 og pulsan held ég líka.
þarna eru Heiða og María frá Finnlandi ýkt spenntar. Heiða er búin að skora á mig í drykkjukeppni :)
fyrir aftan eru þýsku stelpurnar. þær eru ekkert skemmtilegasta fólk í heimi, en jú sumar þeirra eru ágætar.
Spennan var rafmögnuð. Brno Kometas komust yfir, síðan jöfnuðu hinir. þá endurtók sagan sig, en rétt undir lokin skoruðu Brno menn, og allt varð vitlaust (menn búnir að vera að sötra allan leikinn nottla). leikurinn unninn 3:2, teik theettt
Náði fjórum bjórum og ekta hokký-pulsu, svo var auðvitað farið á barinn eftir leikinn.