Hvað er að gerast:

    sunnudagur, nóvember 16, 2008

    á íslensku má alltaf finna svar

    í tilefni af degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

    þetta finnst mér vera hin íslenska jólaauglýsing, sýning hennar og kóka-kóla auglýsingarinnar (I'd like to buy the world a Coke!) hringja inn sjónvarpsjólin.

    Á íslensku má alltaf finna svar

    Á íslensku má alltaf finna svar
    og orða stórt og smátt sem er og var,
    og hún á orð sem geyma gleði og sorg,
    um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

    Á vörum okkar verður tungan þjál,
    þar vex og grær og dafnar okkar mál.
    Að gæta hennar gildir hér og nú,
    það gerir enginn nema ég og þú. 

    Lag:  Atli Heimir Sveinsson, texti: Þórarinn Eldjárn

    Engin ummæli: