eitthvað nýtt á hverjum degi
í dag lærði ég ýmislegt nýtt, en þegar langt var liðið á kvöldið stóð upp úr:
1) 500 g af þurrum kjúklingabaunum þrefaldast við að liggja í bleyti yfir nótt. sem betur fer gat ég komið eitthvað af öllum hummusnum út.
2.1) það tekur mig rétt rúmlega 7 mínútur að raka mig, ég hélt að það virtist bara vera lengi að líða vegna þess hve leiðinlegt það er.
2.2) 7 mínútna rakstur er fljótur að líða þegar hlustað er á "Þitt fyrsta bros" íslenzks eðals á
meðan.
þetta þótti mér ekki mjög merkilegt og fletti ég því upp orðinu veteran - skrítið orð fyrir menn sem sinnt hafa herþjónustu:
3) ::A veteran (from Latin vetus, meaning "old") is a person who is experienced in a particular area::
... á heildina litið mjög góður veikindadagur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli