Hvað er að gerast:

mánudagur, mars 17, 2008

hænan eða eggið?


spurningin hvor kom á undan? (pól: Co było pierwsze, sk: Čo bolo skôr, sp: qué fue primero, sl: Kaj je bilo prej) hefur plagað mannkynið frá örófi alda.




hænan eða eggið?
(d: Die Henne oder das Ei, sp: El huevo o la gallina, f: de l'œuf et de la poule, it: dell'uovo e della gallina, fi: kumpi oli ensin, hol: Kip-en-ei)








samkvæmt Wikipediu er spurningunni í raun ósvarað, enda þótt Mogginn sé á öðru máli og telji eggið hafa verið á undan.



Vísindavefurinn er á því að í heildarsamhengi hlutanna þá hafi eggið komið á undan.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessu hefur þegar verið svarað frændi.

Fyrir nokkrum árum var Davíð Oddsson að gera grín að málflutningi andstæðinga sinna - og sagði þá: "Þetta er eins og að spyrja: hvort kom á undan hænan eða eggið. Ég hef enn ekki séð það egg að hæna hafi ekki verpt því..."

Þannig að Davíð er búinn er að skera úr um þetta...

Halli sagði...

Þetta er frábært fróðleikskorn frændi.

Það er líka mjög í anda margra annarra trúarbragða, sem halda því fram að dýrin hafi birt fullsköpuð hér á jörðinni.

Og nú er Davíð búinn að varpa ljósi á spurninguna hvort hafi komið á undan gengishrunið eða óðaverðbólgan ...

Nafnlaus sagði...

Já ég segi alltaf, aðspurð um hvort hafi komið á undan, að það hafi verið eggið, en hins vegar hafi ég ekki hugmynd um hver verpti því.