að þýða úr dönsku
fólk þarf stundum að þýða dönsk orð og þá er gott að vita um nothæfa tölvuorðabók.
þeir sem eru tengdir við HÍ-netið eru með ókeypis aðgang að http://edda.is/vefbaekur/ og geta fengið þýðingu beint á hið ylhýra.
aðrir geta notast við Dansk Parlør, sem er einföld vasaorðabók og þýðir yfir á fjölmörg tungumál.
GramTrans er nokkuð öflug, hún leyfir reyndar bara max 10 oversættelser eller 350 ord (ca. 2500 unicode tegn) per dag ókeypis.
- reyndar býður sú ágæta vél upp á Firefox udvidelse (e. plugin) sem þýðir vefsíður yfir á pig-english og ég sé ekki að nein takmörk séu á þeirri notkun.
fyrir ekki svo löngu byrjaði Google-translate svo að bjóða upp á þýðingar á dönskum texta, þær eru allt í lagi.
Ordbogen.com er fín marghliða dönsk orðabók (dönsk-dönsk, dönsk-ensk, dönsk-þýsk).í neyð má leita í:
Wiktionary - den 15. marts 2008 er der 3.469 ord i den danske del af ordbogen.
Orðabanka íslenskrar málstöðvar - frekar takmarkaður.
slái vel í harðbakkann er hægt að gera google myndaleit að orðinu sem leitað er þýðingar á eða finna orðið í samhengi á dönskum vefsíðum.
einstaka orð er svo Hugtakasafn Þýðingarmiðstöðvar utn með í sínum grunni.
2 ummæli:
veistu um góða enska-íslenska orðabók sem "talar" fyrir þig ensku orðin ;)
Sé að það er allt brjálað að gera í ráðuneytinu!
Já, það getur verið mjög mikið álag. Þá er enn mikilvægara að taka sér smá pásu í hádeginu til að borða og e.t.v. skrifa niður nokkrar hugsanir.
Ég held að þú verðir að gera þetta sjálf Rannveig, t.d. með því að láta Opera lesa fyrir þig niðurstöðurnar úr Veforðabókum Eddu.
Skrifa ummæli