icelandic slacker literature
í júrópartýi helgarinnar í Brussel hitti ég sænska stelpu sem starfar fyrir EUobserver.com.
hún sagðist hafa fengið það verkefni að fara til Íslands í sumar og sjá hvernig íslensk stjórnvöld hefðu varið peningunum sem frúin í Brussel hefur ánafnað íslenskum kúltúr og listum.
sérstaklega sagðist hún hrifin af íslenskum aumingjabókmenntum, sem hefðu verið áberandi í íslenskri bókaflóru undanfarin ár - ólíkt hinum Norðurlöndunum þar sem allt ritað mál væri keimlíkt og litlítið.
ég varð eiginlega orðlaus - man ekki eftir neinum þvílíkum bókum síðan 101 kom út '96.
jú, Nói Albínói var auðvitað aumingji, en hann var bíómynd - hann var líka álíka mikill "slacker" og Bert í sænsku unglingabókunum. þannig að ég er byrjaður að lesa Bókatíðindi 2007 (sem ég býsnaðist yfir að væru ekki á netinu, og gladdist því þegar ég fattaði að vinnan lætur senda sér nokkur eintök hingað til Lúx - en þau eru nýkomin á netið virðist vera: bokautgafa.is og bokatidindi.is).mér sýnist þetta alltsaman vera helvítis krimmar og annað leiðindaþvaður.
í partýinu hitti ég líka finnskan ungan tónlistarmann, en unnusta hans skipaði honum að yfirgefa svæðið einkum vegna þess að hann gat ekki hætt að spila lúftgítar.
2 ummæli:
Ég mundi einmitt ekki eftir neinni bók nema 101, kannski íslendingar segi ad thad séu mikill gróska í thessu en adeins 101 hafi verid thýdd!
Var ekki sá Finnski rekinn út eftir ad hafa migid í stigaganginn?
hann var rekinn út úr íbúðinni fyrir lúftgítaræfingar, en komst ekki lengra en á stigaganginn.
kærastan var ekki sátt, han tissede på gangen!
Skrifa ummæli