Hvað er að gerast:

laugardagur, nóvember 17, 2007

Beaujolais og pepperóní

franska vínið Beaujolais, úr fyrstu raisin-uppskeru ársins, hefur verið fyrirferðarmikið í öllum verslunum síðan sl. fimmtudag (3. fimmtud. nóvembermánaðar - sjá t.d. mbl frétt).

það er ódýrt, ferskt og skemmtilegt á bragðið, og við erum í þessum töluðu orðum að dreypa á flösku nr. 2.

helvítis bölvun að hafa áfengi í matvörubúðum - ef það væri ekki svona aðgengilegt þá væri ég núna að drekka salmonellumengað kranavatn en ekki sólunda laugardagseftirmiðdegi í að deyfa líkama og sál.


ögn minna kúltiverað er uppáhaldssnakkið mitt hér í landi - Bifi pepperóní mínísalamí.

ég gæti étið þetta eingöngu, kannski með bjór eða tebolla - m.a.s. á jólunum.

jólin mín byrja í nóvember - bara til að koma því að.

helst mættu jólin vera 4 mánuði á ári, með glöggi og gjöfum, ljósum og þvingaðri lífsgleði.og þetta heimatilbúna myndband við lag franska tvíeykisins Daft Punk Harðar, betur, hraðar sterkar er stórskemmtilegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er einmitt líka húkkt á thessum litlu pylsum, allger snilld bjargar manni frá namminu en ég veit ekki hvort thetta sé miklu hollara.. saltsprautad úrgangskjet....